Fritillaria meleagris

Ættkvísl
Fritillaria
Nafn
meleagris
Yrki form
'Afrodite'
Íslenskt nafn
Vepjulilja
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Lífsform
Fjölær laukur.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
12-30 sm
Vaxtarlag
Laukur 2,5 sm í þvermál, kúlulaga, úr 2 stórum hreisturblöðum. Stönglar 12-30 sm háir.
Lýsing
Lauf 6-13 sm, 4-6, stakstæð, bandlaga til band-lensulaga, hvassydd. Blómin stór, stök eða stöku sinnum 2 saman, mjög breið-bjöllulaga. Blómhlífarblöð 30-45 sm, þau innri dálítið breiðari en þau ytri, öll hvassydd, hvít. Hunangskirtlar 7-10 mm langir, hornréttir á bjölluna, bandlaga, grænir. Frjóþræðir nöbbóttir. Stíll 13-16 mm, 3-greindur, greinar 2-5 mm, nöbbóttar. Fræhýði ekki með væng.
Uppruni
Yrki.
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Hliðarlaukar. Laukar lagðir í september á 7-10 sm dýpi.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð.