Epilobium angustifolium

Ættkvísl
Epilobium
Nafn
angustifolium
Íslenskt nafn
Sigurskúfur
Ætt
Eyrarrósarætt (Onagraceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Fölbleik-purpurableik.
Blómgunartími
Ágúst.
Hæð
70-150 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, mjög skriðul. Stönglar uppréttir, verða allt að 250 sm háir.
Lýsing
Lauf 2,5-20x0,4-3,5 sm, stakstæð, bandlensulaga, stundum bylgjuð. Blómin í klasa, tvídeild, engin blómpípa, krónublöð fölbleik til purpurableik, heilrend. Stíll allt að 2 sm, aftursveigður eða uppréttur, fræni fjórdeild. Fræhýði 10-15 sm.
Uppruni
Norðurhvel (Ísland).
Harka
3
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Við tjarnir og læki, en óæskileg sem garðplanta þar sem hún er mjög skriðl.
Reynsla
Harðgerð, víðskriðul tegund (má girða af til dæmis með plasthringjum, en dugir varla til að halda plöntunni í skefjum).