Fjölær jurt, lausþýfð. Stönglar nokkuð útafliggjandi, greinóttir, útbreiddir, neðri hluti plöntunnar þakinn einskonar "hreistri" úr leifum gamalla laufleggja. Lauf stinn, bandlaga til spaðalaga, oddlaus, 5-8 x 1,5-2 mm í gisnum blaðhvirfingum á stöngulendanum.
Lýsing
Blómstönglar allt að 3 sm, lauflausir, þráðmjóir. Blómin fá. Bikarblöð um 2 mm, egglaga. Krónublöð 4-6 mm, egglaga, gul, sýld. Fræflar styttri en krónublöðin. Skálpar breiðegglag, oft nokkuð hliðskakkir (asymmetric), 3-7 mm, hliðflatir, hárlausir. Stíll um 0,5 mm.
Uppruni
NA Alpar.
Harka
6
Heimildir
= 2, 1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í hleðslur. Sjaldgæf tegund.
Reynsla
Í Lystigarðinum er ein planta sem sáð var til 2010 og gróðursett í beð 2011, þrífst vel.