Uppréttur eða útafliggjandi fjölæringur, mjög lítið hærður með jarðstöngla og ógreinda blómstilka. Myndar góða breiðu með tímanum.
Lýsing
Grunnlaufin mynda blaðhvirfingu við jörð. Þau eru randhærð, band-lensulaga og næstum heilrend, snubbótt og stilklaus. Stöngullauf eru minni, bandlaga og einnig stilklaus. Blómin venjulega stök, endastæð, upprétt eða ögn lotin á 3-5 sm löngum leggjum. Bikarflipar bandlaga, og bikarinn er með aukabikar. Krónan er 3-4,5 sm, bjöllulaga og mjó við grunninn, flipar stuttir, föl- til djúpbláir. Hýðið opnast neðst.
Uppruni
Frakkland, Ítalía (alpar)
Harka
H4
Heimildir
2
Fjölgun
Sáning, skipting, græðlingar að vori
Notkun/nytjar
Fjölær beð, kanta, steinhæðir
Reynsla
Lítt reynd. Í uppeldi 2005 frá nokkrum stöðum. Þrífst best í kalksnauðum jarðvegi þar sem vatn seytlar um yfirborðið.Í heimkynnum sínum, Ölpunum vex hún í grýttum jarðvegi í 1400-2800m hæð.