Abies balsamea

Ættkvísl
Abies
Nafn
balsamea
Yrki form
'Nana'
Íslenskt nafn
Balsamþinur
Ætt
Þallarætt (Pinaceae)
Samheiti
A. balsamea nana globosa Hort.
Lífsform
Sígrænn dvergrunni.
Kjörlendi
Sól eða hálfskuggi, skjól.
Blómgunartími
Maí-júní.
Vaxtarlag
Dvergform, kúlulaga í vexti.
Lýsing
Greinar útbreiddar, standa mjög þétt saman. Allt barr er geislastætt eða því sem næst, 4-10 mm langt, 1 mm breitt, dökkgræn ofan, en að neðan með 2 hvítar loftaugarendur, djúpstæðar, miðja og jaðar ljósgulgræn. &
Uppruni
Yrki.
Harka
Z2
Heimildir
1, 7
Fjölgun
Græðlingar.
Reynsla
Plöntur keyptar 1995 og 2000 er til í LA, þrífast el, hafa notið vetrarskýlis fyrstu 7 árin. Kala mismikið, einkum sú eldri.
Útbreiðsla
Hefur verið þekkt síðan 1866.