Zannichellia dentata Willd.Zannichellia macrostemon Gay ex Willk.Zannichellia major (Hartman) Boenn. ex Reichenb.Zannichellia pedicellata (Wahlenb. & Rosén) FriesZannichellia pedunculata Reichenb.Zannichellia peltata Bertol.Zannichellia polycarpa Nolte ex Reichenb.Zannichellia repens Boenn.
Lífsform
Fjölær vatnajurt
Kjörlendi
Vex í ósöltu eða hálfsöltu vatni í grunnum síkjum eða vatnsrásum á láglendi þar sem flóðs og fjöru gætir.
Blómalitur
óásjáleg blóm
Blómgunartími
Júlí
Hæð
0.15-0.30 m
Vaxtarlag
Fjölær, fíngerð, einkímblaða vatnajurt með marggreindum stönglum og þráðlaga blöðum, 15-30 sm á hæð/lengd.
Lýsing
Blöðin gagnstæð eða kransstæð, oftast þrjú í kransi, 1,5-4 sm á lengd, þráðmjó (0,3 mm). Hvert blað með himnukenndu, gagnsæju slíðri, sem blaðið vex út frá. Blómin í blaðöxlunum, einkynja en í sambýli. Karlblómin hafa einn frævil, en kvenblómin 3-5 frævur. Aldin samaldin með tveim til sex bjúglaga hnotum, sem eru meira en helmingi lengri en stíllinn, 2-3 mm á lengd, með smátrjónu í endann. Blómgast í júlí. LÍK/LÍKAR: Þráðnykra & smánykra. Hnotsörvið þekkist best á hinum bjúglaga aldinum í blaðöxlunum.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Sjaldgæf en finnst á strjálingi hér og hvar um landið.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Ástralía, N og S Ameríka, Kína, Egyptarland, Japan, Nýja Sjáland, Rússland, Taivan o.v.