Oxycoccus microcarpus

Ættkvísl
Oxycoccus
Nafn
microcarpus
Íslenskt nafn
Mýrberjalyng
Ætt
Ericaceae (Lyngætt)
Samheiti
Vaccinium microcarpum (Turcz. ex Rupr.) Hook.f.Vaccinium oxycoccos subsp. microcarpum (Turcz. ex Rupr.) A.BlyttVaccinium oxycoccos subsp. microcarpum (Turcz. ex Rupr.) Kitam.
Lífsform
Dvergrunni, sígrænn
Kjörlendi
Vex í mýrum, oftast innan um mosa og þá helst í hvítmosaþembum.
Blómalitur
Rauður
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.10-0.20 m
Vaxtarlag
Sígrænn smárunni. Jarðlægir mjóir, hárlausir stönglar sem eru gjarnan uppsveigðir í endann. Lengd blaðsprota oft 10-20 (-30) sm og jafnvel meir.
Lýsing
Blöðin þykk, gljáandi, sígræn, stakstæð, gisstæð, mjóhjartalaga eða langegglaga, stuttstilkuð. Blaðjaðrar niðurorpnir, blöð 3-4 mm á lengd og 1,5-2 mm á breidd, með áberandi miðrifi, dökkgræn eða rauðleit á efra borði en ljósgræn á neðra borði. Blómin fjórdeild, drúpandi, 6-7 mm í þvermál, hvert á 1-1,5 sm löngum rauðbrúnum legg með tveim örsmáum forblöðum sem standa mishátt á miðjum legg. Bikarblöðin og krónublöð rauð. Krónublöð um 4mm á lengd. Krónan fagurrauð, djúpklofin, krónuflipar 4-5 mm á lengd, aftursveigðir. Bikarinn grunnskertur, dökkrauður. Fræflar standa út úr blóminu, átta í knippi, knappleggirnir hærðir, dökkbrúnir, frjóhirslur aflangar, ljósbrúnar. Ein fræva, stíllinn rauður og langur. Aldinið súrt, rautt ber, 5-7 mm í þvermál, og stendur stíllinn upp úr því. Blómgast í júní-júlí. 2n=24.LÍK/LÍKAR: Óblómgaðir blaðsprotar minna á gisblöðótt krækilyng. Mýraberjalyng er með hlutfallslega breiðari blöð, blaðrendurnar ná aldrei saman á neðra borði, eins og á krækilyngi. Auðþekkt í blóma og/eða með berjum.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Allvíða á svæðinu frá Skagafirði austur í Mývatnssveit, og einnig á Fljótsdalshéraði og nyrst á Austfjörðum. Annars staðar sjaldgæft.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Rússland, Kanada, Noregur, Pólland, Svíþjóð, Siviss, N Ameríka.