Draba norvegica

Ættkvísl
Draba
Nafn
norvegica
Íslenskt nafn
Hagavorblóm (móavorblóm)
Ætt
Brassicaceae (Krossblómaætt)
Samheiti
Draba rupestris W.T.Aiton, Hortus Kew., ed. 2, 4: 91. 1812. Draba hirta L. (1759) nom. rejic. prop. p.p. Draba hirta var. norvegica (Gunnerus) Lilj.
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex í ýmiskonar gróðurlendi, á grónum grasbölum eða brekku, í kjarri og lyngmóum en einnig upp á þurrum melum og grasblettum frá láglendi og hátt til fjalla.
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Maí-júní
Hæð
0.12-0.20 m
Vaxtarlag
Uppréttir, stjarnhærðir stönglar, með einu eða tveim blöðum. Töluvert breytileg tegund, mjög smá til fjalla eða aðeins 2-3 sm en oft mun hærri innan um trjágróður og verður þá 12-20 sm.
Lýsing

Flest blöðin í stofnhvirfingu, lensulaga, oftast áberandi bæði kvísl- og stjarnhærð. Hvirfingarblöðin mörg, yfirleitt tennt, ydd og randhærð. Blómin fjórdeild, hvít, í stuttum klasa á stöngulendum. Krónublöðin, 3-4 mm á lengd, krónan hálfopin. Bikarblöðin græn eða fjólubláleit, sporbaugótt eða egglaga, með mjóum himnufaldi. Fræflar sex og ein aflöng fræva. Skálpar oddbaugóttir, oftast hærðir, 5-6 mm á lengd. Aldinleggir uppréttir, styttri en skálpar. Blómgast í maí-júní. LÍK/LÍKAR: Grávorblóm sem er auðgreint frá hagavorblómi á þéttblöðóttari stönglum og reglulegi og þéttari blaðhvirfingum við grunn. Hagavorblómið er afar breytilegt. Líklegt er að það samanstandi af fleiri en einni tegund, en meiri rannsókna er þörf áður en um það verði fullyrt.  (Ág.H.)"Því sem áður var talið til þessarar tegundar á Íslandi eða til D. rupestris hefur nú verið skipt upp í þrjár tegundir og er enn óvíst um hvort Draba norvegica sensu strictu sé til í landinu eða ekki". (H.Kr.)

Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Algengt um allt land. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Norðurhvel (arktísk); Grænland, Kanada, N ameríka, Evrópa, Asía.