Carex rariflora

Ættkvísl
Carex
Nafn
rariflora
Íslenskt nafn
Hengistör
Ætt
Cyperaceae (Stararætt)
Samheiti
Carex limosa Linnaeus var. rariflora Wahlenberg, Kongl. Vetensk. Acad. Nya Handl. 24: 162. 1803; C. rariflora var. pluriflora (Hultén) T. V. Egorova
Lífsform
Fjölær grasleitur einkímblöðungur
Kjörlendi
KJÖRLENDI: Vex í mýrum og flóum, einkum á hálendinu.
Blómgunartími
Maí-júní
Hæð
0.05 - 0.35 m.
Vaxtarlag
Jarðstönglar með renglum. Stráið mjúkt, grannt og sljóstrent, 10-25 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin oftast stutt, flöt og mjó, grágræn eða bláfagurgræn, 1,5-3 mm á breidd. mm breið. Stoðblöðin sýllaga, styttri en stráið og með stuttum mósvörtum slíðrum.Yfirleitt með einu uppréttu karlaxi og tveim, hangandi, langleggja, fáblóma (5-8), nær svörtum kvenöxum. Axhlífarnar mósvartar með ljósleitri miðtaug, snubbóttar eða yddar, breiðari en hulstrin. Hulstrið ljósgrænt, odddregið, trjónulaust, með hrjúfu yfirborði. Frænin þrjú. Blómgast í maí-júní. 2n = 52.LÍK/LÍKAR: Flóastör. Hengistörin er með styttri, dekkri og blómfærri kvenöx, smávaxnari og blaðstyttri.
Heimildir
1,2,3,9, HKr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=1&taxon_id=242357426
Útbreiðsla
Algeng um land allt, einkum í hálendis- og fjallamýrum.Önnur náttúruleg heimkynnni t.d.: Grænland, N Ameríka, arktíski hluti Evrópu og Asíu.