Alopecurus aequalis

Ættkvísl
Alopecurus
Nafn
aequalis
Íslenskt nafn
Vatnsliðagras
Ætt
Poaceae (Grasaætt)
Samheiti
Alopecurus aristulatus Michx.; Alopecurus fulvus Sm.; Alopecurus paludosus P. Beauv. ex Mert. & W. D. J. Koch (many more in USSR floras)
Lífsform
Einær eða fjölær skammlíf grastegund
Kjörlendi
Vex í leirkenndum botni grunnra síkja og tjarnapolla.
Blómalitur
Axpuntur ljósgrágrænn
Blómgunartími
Júlí-ág.
Hæð
0.10 - 0.35 m
Vaxtarlag
Einært, eða skammlíf fjölær grastegund. Skriðult gras 10-35 sm á hæð. Skriðular renglur sem fljóta í vatnsyfirborðinu verða oft töluvert lengri.
Lýsing
Blöðin lítt eða ekkert snörp, 2-4 mm á breidd, skarprifjuð á efra borði. Breiðari blöðin með 12-20 rifjum. Blaðslíður fjólubláleit, þau efstu uppblásin, slíðurhimnan 2-3 mm á lengd. Samaxið (axpunturinn) ljósgrágræt, þétt, sívalt, keflislaga, 1,5-2 sm á lengd. Smáöxin eru einblóma. Axagnirnar grænar, dökkar í endann og hvíthærðar neðan til. Ytri blómögnin með baktýtu, sem stendur lítið sem ekkert út úr smáaxínu. Fræflar hanga út úr axinu um blómgunartímann. Frjóhirslur gular, rauðgular eða ryðbrúnar í byrjun en verða gulhvítir við þroska, um 1 mm á lengd. Blómgast í júlí-ágúst. LÍK/LÍKAR: Knjáliðagras. Knjáliðagrasið þekkist frá vatnsliðagrasi á lengri týtum sem standa langt út úr axinu, og á uppblásnum blaðslíðrum.
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Algengt, víða um land allt, einkum í grunnum vötnum. Önnur náttúruleg heimkynni: Útbreitt nánast um allan heim utan pólanna.