Málsháttur
Oft vex laukur af litlu.
Pinus mugo
Ættkvísl   Pinus
     
Nafn   mugo
     
Höfundur   Turra.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Fjallafura
     
Ætt   Þallarætt (Pinaceae).
     
Samheiti   P. montana Mill. , Pinus mugo ssp. mugo, Pinus mugo ssp. uncinata, Pinus rotundata, Pinus mugo var. rostrata ofl.
     
Lífsform   Sígrænn runni eða tré.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Kk reklar gulir, appelsínugulir, rauðir.
     
Blómgunartími   Maí-júní.
     
Hæð   1-3 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Fjallafura
Vaxtarlag   Runni með uppréttar greinar eða með lágan stofn og keilulaga krónu (allt að 6 m hár) eða jarðlægur runni, með marga hnébeygða stofna. Börkur grábrúnn, hreistrugur sundurskorinn af óreglulegum plötum, en losna ekki. Ársprotar í fyrstu ljósgræn síðar brúnir til svartbrúnir, hárlausir.
     
Lýsing   Brum lang-egglaga, 6 mm löng, ydd, mjög kvoðug, slíður hreistur þétt aðlæg. Barrnálar tvær saman, sigðlaga, bognar að sprotanum, oft líka ögn snúnar, 3-4 sm langar, 1,5-2 mm breiðar og með hornkenndan odd, jaðar fínsagtenntur. Nálar beggja vegna með ógreinilegar loftaugaraðir, kvoðugangur við yfirhúð. Könglar næstum endastæðir, legglausir eða á stuttum legg, uppréttir eða láréttir eða dálítið hangandi, 1-2-3(-4) saman, egglaga til keilulaga, 2-6 sm langir 1,5-4 sm breiðir. Hreisturskildir gulbrúnir til dökkbrúnir, þrymill ljósari og flatur og með dökkan hring utan um, ekki baksveigðar og ekki með krók. Fræ egglaga, 5 mm löng, ljósgrábrún með 10-15 mm langa vængi.
     
Heimkynni   Fjöll í M Evrópu og á Balkanskaga, N & M Apennínafjöll (-2700 m hæð).
     
Jarðvegur   Þurr, má vera magur.
     
Sjúkdómar   Furulús (ekki teljandi skaði þó).
     
Harka   3
     
Heimildir   1, 7
     
Fjölgun   Sáning.
     
Notkun/nytjar   Í skjólbelti, í þyrpingar, sem stakstæð tré, í skógrækt, í stór ker.
     
Reynsla   Nokkrar misgamlar fjallafurur eru til í Lystigarðinum, þrífast vel. Yfirleitt ekkert kal. Harðgerð, vindþolin. Skýla þarf ungplöntum að vetri. Bindur vel jarðveg (trefjarót). Góðir reitir af fjallafuru eru til dæmis við Rauðavatn, á Þingvöllum, í Kjarna, í Vaðlareit og víðar. Vaxtarlag líkist mjög vaxtarlagi runnafuru (Pinus pumila) en sú fura er með fimm nálar í knippi.
     
Yrki og undirteg.   Pinus mugo 'Pumilio' - dvergfura - dvergvaxin, margstofna - ath. betur nafn. Þetta yrki er mikið ræktað hérlendis og töluvert viðkvæmara en aðaltegundin. Þar að auki eru fjölmörg yrki Pinus mugo í ræktun í Evrópu sem vert væri að prófa hérlendis svo sem 'Aurea, 'Compacta', 'Gnom', 'Kobold', 'Mops', 'Prostrata' og fleiri. Náskyld tegund er bergfura (Pinuns uncinata) sem er oftast einstofna og getur orðið 15-20 m há.
     
Útbreiðsla  
     
Fjallafura
Fjallafura
Fjallafura
Fjallafura
Fjallafura
Fjallafura
Fjallafura
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is