Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Picea sitchensis
Ćttkvísl   Picea
     
Nafn   sitchensis
     
Höfundur   (Bong.) Carr.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Sitkagreni
     
Ćtt   Pinaceae
     
Samheiti  
     
Lífsform   tré, sígrćnt
     
Kjörlendi   sól, hálfskuggi
     
Blómlitur  
     
Blómgunartími  
     
Hćđ   10-20 m (-50m)
     
 
Sitkagreni
Vaxtarlag   Króna gamalla trjáa breiđ-keilulaga. Börkur grár til rauđbrúnn međ ţunn heistur. Neđri greinar nćr láréttar út frá stofni, ţćr efri skástćđar upp á viđ.Brum egglaga, allt ađ 5mm á lengd, snubbótt, ljósbrún, kvođug. Árssprotar glansandi, ljósgráir til appelsínubrúnir, hárlausir, nálanabbar áberandi uppstćđir.
     
Lýsing   Nálar geislastćđar á láréttum greinum, skrúfstćđar neđann á greinum, 15-25mm ađ lengd, 1.-1.2mm í ţvermál, stinnar međ stingandi odda, dálítiđ flatvaxnar, nćstum tígullaga í ţversniđ, glansandi grćnar á efra borđi og međ ógreinilegum óslitnum varaopsrákum, á neđra borđi 6-8 silfurhvítar varaopsrákir. Könglar sívalir 5-8cm ađ lengd og 3cm í ţvermál. Ungir könglar gulgrćnir en verđa fullţorska gulbrúnir. Köngulhreistur lang-tígullaga, ţunn og aftursveiđ, jađrar bylgjađir og tenntir.
     
Jarđvegur   rakur, djúpur
     
Heimildir   1,2,9
     
Reynsla   Harđger um mest allt land, vex best í röku loftslagi, saltţoliđ. Mikiđ notuđ sem skógartré í flestum landshlutum.
     
     
Útbreiđsla  
     
Sitkagreni
Sitkagreni
Sitkagreni
Sitkagreni
Sitkagreni
Sitkagreni
Sitkagreni
Sitkagreni
Sitkagreni
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is