Halldór Kiljan Laxness - Heimsljós

"Fegursta blómið, það lifir í huldum stað, fæstir fá nokkurntíma að sjá það, mörgum sést yfir það, nokkrir kunna ekki skil á gildi þess, þeir sem uppgötva það munu ekki sjá annað blóm síðan. Allan daginn hugsar maður um það. Þegar maður sefur dreymir mann það. Maður deyr með nafn þess á vörum."

Picea mariana
Ćttkvísl   Picea
     
Nafn   mariana
     
Höfundur   (Mill.) BSP.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Svartgreni
     
Ćtt   Ţallarćtt (Pinaceae).
     
Samheiti   P. nigra Ait., P. brevifolia Peck
     
Lífsform   Sígrćnt tré.
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi.
     
Blómlitur   Kk reklar gulir, kvk reklar rauđir.
     
Blómgunartími   Maí-júní.
     
Hćđ   5-13 m
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Svartgreni
Vaxtarlag   Tré, 6-20 m hátt í heimkynnum sínum, stöku sinnum allt ađ 30 m hátt. Króna mjó-keilulaga, oft óregluleg. Árssprotar rauđbrúnir, kirtilhćrđir međ rauđleitum hárum.
     
Lýsing   Börkur rauđbrúnn, hreistrugur. Greinar grannar, oft slútandi, ungar greinar rauđbrúnar međ ţétt kirtilhár. Brum gild, u.ţ.b. 5 mm löng, ydd eđa snubbótt, ljósrauđ, kvođulaus, neđstu brumhlífar sýllaga, brumoddar framstćđir. Barrnálar mjög ţéttstćđar, 7-12(-18) mm langar, daufgrćnar til blágrćnar, stinnar og stífar, ferhyrndar, beinar eđa dálítiđ bognar. Nálarnar ilma ef ţćr eru núnar! Ţćr skiptast ekki neđan til á greinunum, eru ađ ofan međ 1-2 loftaugarađir hvoru megin og ađ neđan međ 3-4, hvítleitar. Nálanabbar flatir, ekki úttútnađir. Könglar egg- til snćldulaga (gulrótarlaga), rauđbrúnir svo lengi sem ţeir eru lokađir, seinna grábrúnir, 2-3 sm langir, allt ađ 1,5 sm breiđir, hanga mörg ár á trénu. Köngulhreistur stinn, trékennd, kringlótt ofan, jađar fíntenntur. Hreisturblöđkur miklu styttri. Frć súkkulađibrún, vćngur 10 mm langur.
     
Heimkynni   N N Ameríka.
     
Jarđvegur   Rakur, frjór, djúpur, léttsúr.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   2
     
Heimildir   1,7,9
     
Fjölgun   Sáning, sumargrćđlingar í ţokuúđun, vetrargrćđlingar.
     
Notkun/nytjar   Í ţyrpingar, sem stakstćđ tré, ef til vill í skógrćkt, í rađir, í limgerđi.
     
Reynsla   Tré sem keypt var 1985 er til í Lystigarđinum. Ţrífst vel. Harđgert, afar nćgjusamt, hćgvaxta, skýla ungplöntum. Fyrst gróđursett 1952 á Hallormstađ. Mjög fallegt eintak er til í Lystigarđinum (sbr. mynd) í J2 (tréđ kom frá Vöglum 1985 - G01), hefur ekkert kaliđ. Nćr um 250 ára aldri.
     
Yrki og undirteg.   Fjölmörg yrki í rćktun í USA sem vert vćri ađ prófa hérlendis. Til dćmis 'Aurea' nálar međ gullnu ívafi. 'Beissneri', smávaxin hćgvaxta, ađ 5 m. 'Beissneri Compacta' ađ 2 m. 'Doumettii' smávaxin eđa ađeins ađ 6m. 'Pendula', 'Nana', 'Fastigiata' og fleiri (= 1, z2).
     
Útbreiđsla   Harđgert og fremur fallegt sem ungt tré, en gömul eru ekki eins mikiđ til prýđi. Gerir litlar kröfur og myndar oft stóra skóga, ţrífst líka í svölu votlendi.
     
Svartgreni
Svartgreni
Svartgreni
Svartgreni
Svartgreni
Svartgreni
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is