Ólafur Jóhann Sigurðsson - Á vordegi Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.
Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.
Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.
Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.
|
Ættkvísl |
|
Phlox |
|
|
|
Nafn |
|
subulata |
|
|
|
Höfundur |
|
L. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Garðaljómi |
|
|
|
Ætt |
|
Jakobsstigaætt (Polemoniaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
|
|
|
|
Lífsform |
|
Fjölær jurt. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Bleikur, ljósgráfjólublár eða hvítur. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Maí-júní. |
|
|
|
Hæð |
|
20-50 sm |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Fjölær jurt sem myndar þéttar breiður eða þúfur, allt að 50 sm há, mjúkhærð til smámjúkhærð, hárin úr mörgum frumum. Lauf 6-20 x 1-1,5 mm, oddbaugótt til bandlaga, randhærð við grunninn, broddydd. |
|
|
|
Lýsing |
|
Blómskipunin blómafár, endastæður, skúfur með stoðblöð. Blómin á 3-15 mm löngum blómskipunarlegg. Bikar 6-8 mmm, með smáa þyrna, flipar lensulaga-odddregin. Krónan 1-1,3 sm, bleik til ljósgráfjólublá eða hvít, flipar 7-10 mm, framjaðraðir. Fræflar næstum útstæðir til inniluktir í pípunni. |
|
|
|
Heimkynni |
|
Bandaríkin (New York til Maryland og Michigan). |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Hlýr, léttur, vel framræstur. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
3 |
|
|
|
Heimildir |
|
= 1 |
|
|
|
Fjölgun |
|
Skipting að vori eða hausti, græðlingar eftir blómgun að vori. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Í steinhæðir, í hleðslur. |
|
|
|
Reynsla |
|
Fremur viðkvæm og stundum skammlíf. Ágætar til afskurðar, skýla þar sem snjóalög eru lítil. Ekki í Lystigarðinum 2015. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
'White Delight' Laufin fölgræn, blómin hreinhvít. Allar lágvaxnar Phlox tegundir og blómstra snemma. |
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|