Í morgunsárið - Ragna Sigurðardóttir
Í morgunsárið greiðir hún sér með trékambi. Hægt með föstum
strokum. Vöxturinn er svo mikill að hana kitlar í svörðinn. Hún
strýkur hendinni yfir gróðurinn. Finnur blóm springa út undir
fingurgómunum. Sóleyjar og baldursbrár. Hún leggur kambinn frá
sér. Fer út í garðinn og krýpur. Kippir upp kartöflugrösum. Rótar og
grefur með berum höndum. Djúpt ofan í moldinni finnur hún sætar og
safaríkar appelsínur.
Phlox maculata
Ættkvísl   Phlox
     
Nafn   maculata
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Engjaljómi
     
Ætt   Jakobsstigaætt (Polemoniaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi, skjól.
     
Blómlitur   Bleikur, purpura, hvítur.
     
Blómgunartími   Júlí-september.
     
Hæð   35-70 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Fjölær jurt með jarðstönglum, 35-70(125) sm há, hárlaus með smáhár. stönglar oftast rauðrákóttir eða doppóttir. Lauf allt að (4,5-)6,5-13 x 1-2,5 sm, bandlaga við grunninn, lensulaga eða egglaga ofantil, hjartalaga og lykja um stilkinn við blómskipunina.
     
Lýsing   Blómskipunin er 75-150 blóma samsettur klasi, myndaður úr litlum skúfum, blómin á 3-5(-7)sm löngum blómskipunarleggjum. Bikar 5,5-7,5 mm, flipar þríhyrndir-sýllaga, oddhvassir. Krónan 1,8-2,5 sm, bleik, purpura eða hvít.
     
Heimkynni   Bandaríkin (Connecticut til N Karólína).
     
Jarðvegur   Lífefnaríkur, frjór, meðalrakur-rakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Skipting að vori eða hausti, græðlingar eða sáning að vori.
     
Notkun/nytjar   Í fjölæringabeð, sem undirgróður í góðu skjóli.
     
Reynsla   Lítt reynd enn sem komið er. Ágæt til afskurðar, talin harðgerð í N.-Noregi (Hageselskap). Ekki í Lystigarðinum 2015.
     
Yrki og undirteg.   Fjölmörg yrki í ræktun erlendis.
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is