Vorið góða, grænt og hlýtt (Heinrich Heine, þýðing)
Vorið góða, grænt og hlýtt,
græðir fjör um dalinn,
allt er nú sem orðið nýtt,
ærnar, kýr og smalinn.

Kveður í runni, kvakar í mó
kvikur þrastasöngur;
eins mig fýsir alltaf þó:
aftur að fara í göngur.
Papaver alpinum
Ættkvísl   Papaver
     
Nafn   alpinum
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Fjallasól
     
Ætt   Draumsóleyjarætt (Papaveraceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Hvítur, gulur, appelsínugulur.
     
Blómgunartími   Júlí.
     
Hæð   10-25 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Fjallasól
Vaxtarlag   Fjölær jurt, allt að 25 sm há. Stöngull eins og blómstilkur, oft mjög stuttur. Laufin grunnlauf, allt að 20 sm, 2-3 fjaðurskipt, flipar 6-8, lensulaga, bandlaga, egglaga eða egglensulaga, ydd, stöku sinnum fjaðurflipótt, allt að 1,5 sm breið, bláleit-grágræn til græn, hárlaus til ögn stinnhærð, tennt.
     
Lýsing   Blómin stök, á sívölum stilk, allt að 25 sm háum. Krónublöðin hvít, gul eða appelsínugul, bogadregin til öfugegglaga, allt að 2,5 sm. frænisskífa 4-5 geisla. Aldin allt að 1 sm, aflöng til öfugkeilulaga, með mjög aðlæg þornhár.
     
Heimkynni   Alpar, Pýreneafjöll, Karpatafjöll.
     
Jarðvegur   Malarborinn, sendinn, rakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Sáning.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, í hleðslur.
     
Reynsla   Harðgerð jurt. Nokkrir misgamlir einstaklingar eru í Lystigarðinum, halda sér við með sáningu.
     
Yrki og undirteg.   Mjög breytileg tegund með óviss mörk! P. burseri, kerneri, pyrenaicum og rhaeticum eru ef til vill meðhöndlaðar sem hluti af þessum komplex.
     
Útbreiðsla  
     
Fjallasól
Fjallasól
Fjallasól
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is