Jónas Hallgrímsson - Úr ljóðinu Dalvísa
Fífilbrekka! gróin grund!
grösug hlíð með berjalautum!
flóatetur! fífusund!
fífilbrekka! smáragrund!
yður hjá ég alla stund
uni best í sæld og þrautum;
fífilbrekka! gróin grund!
grösug hlíð með berjalautum!
Nymphaea alba
Ættkvísl   Nymphaea
     
Nafn   alba
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Ljósanykurrós
     
Ætt   Nykurrósaætt (Nymphaeaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær vatnaplanta.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Hvítur.
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst.
     
Hæð   10 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Kröftugur fjölæringur. Laufin allt að 30 sm í þvermál, breiðegglaga til hálfkringlótt, heilrend, dökkgræn ofan, rauð-græn til gul neðan, mörg saman á jarðstönglunum.
     
Lýsing   Blómin allt að 20 sm í þvermál, hvít, opnast að deginum, fljóta, aðeins með mjög daufan ilm. Bikarblöð lensulaga, græn með rauðbrúna slikju. Krónublöð 20-25, breiðegglaga. Frjóhnappar gulir til appelsínugulir. Frævur 10-20, fræni gul.
     
Heimkynni   Evrasía, N Afríka.
     
Jarðvegur   Frjó leðja.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Skipting að vori, sáning, best í að minnsta kosti 1 m djúpu vatni.
     
Notkun/nytjar   Í tjarnir, má ekki botnfrjósa.
     
Reynsla   Meðalharðgerð, þreifst ágætlega í Lystigarðinum og víðar. Þarf gott vetrarskýli til dæmis með froðuplastplötum og reiðingi. Lifði í Lystigarðinum meðan hún naut þessa vetrarskýlis. Dauð fyrir allmörgum árum (2015).
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is