Snorri Hjartarson - Lyng

Gott er að leggjast í lyngið,
sjá lauf glóa, finna kvik
fjaðurmjúk atlot þess, fagna
í fegurð jarðar meðan rauð
og lág sólin lækkar
og lyngbreiðan er ilmgrænt haf
sem ber þig að hljóðri húmströnd
og hylur þig gleymsku.

Nepeta x faassenii
Ættkvísl   Nepeta
     
Nafn   x faassenii
     
Höfundur   Bergmans ex Stearn.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Garðanípa
     
Ætt   Varablómaætt (Lamiaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Ljósgráfjólublár með dekkri dröfnur.
     
Blómgunartími   Júlí-september.
     
Hæð   30-60 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Fjölær jurt. Ófrjór garðablendingur (N. racemosa x N. nepetella) sem líkist klasanípu (N. racemosa), allt að 60 sm hár með stutt dúnhár. Stönglar greinast við gruninn. Lauf allt að 3 sm, mjó-lensulaga til aflöng-egglaga, snubbótt, þverstýfð við grunninn, djúp-bogtennt, silfurgrá, neðri laufin með legg, stoðblöð stutt, bandlensulaga.
     
Lýsing   Blómin í löngum eða strjálblóma klasa. Bikarinn jafn langur og krónupípan, hvít-dúnhærður, tennur stuttar, hvassyddar. Krónan allt að 12 mm, föl ljósgráfjólublá með dekkri dröfnur.
     
Heimkynni   Garðablendingur.
     
Jarðvegur   Meðalfrjór, léttur, framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   3
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Sáning, skipting, græðlingar.
     
Notkun/nytjar   Sem undirgróður, í steinhæðir, í fjölæringabeð, sem þekjuplanta, í rósabeð.
     
Reynsla   Harðgerð jurt, sem þarf gott vaxtarrými, gróskumikil.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is