Páll Ólafsson, Ljóđiđ Vetrarkveđja
Margt er gott að muna þér
þó mér þú fyndist langur.
Farðu vel, þú færðir mér
fögnuð bæði og angur.

Þó að nísti frostið fast
og fölni grænir hagar
eftir þetta kuldakast
koma betri dagar.
Narcissus poeticus
Ćttkvísl   Narcissus
     
Nafn   poeticus
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Hvítasunnulilja
     
Ćtt   Páskaliljućtt (Amaryllidaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Laukur, fjölćr.
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi.
     
Blómlitur   snjóhvítur/appelsínugul hjákróna
     
Blómgunartími   Maí-júní.
     
Hćđ   50 sm
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Hvítasunnulilja
Vaxtarlag   Laukar allt ađ 4 sm, dökkbrúnir. Lauf 20-40 sm × 6-10 eđa sjaldan allt ađ 12 mm, flöt ± bláleit. Blómstilkar allt ađ 50 sm, íflatir.
     
Lýsing   Blómleggir 1-4,5 sm. Blómhlífarpípa 2-3 sm, blómhlífarblöđ yfirleitt 2-2,5 sm, öfugegglaga til nćstum kringlótt, skarast neđst, eru ekki međ greinilega nögl, hvít eđa fölrjómalit. Hjákróna disk- eđa bollalaga allt ađ,4 sm í ţvermál, gul međ rauđa eđa himnukennda, smá bylgjutennta jađar. Frćflar í tveimur krönsum, sá neđri alveg inni í blómhlífarpípunni, sá neđri nćr ekki út úr hjákrónunni. Nokkrar (villtar) undirtegundir eru til. Mjög tegund breytileg hvađ stćrđ blómsins varđar og stöđu frćflakransanna.
     
Heimkynni   S Evrópa.
     
Jarđvegur   Léttur, lífefnaríkur, frjór, vel framrćstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   4
     
Heimildir   = 1, 2
     
Fjölgun   Hliđarlaukar, laukar eru lagđir í september á 15-20 sm dýpi.
     
Notkun/nytjar   Sem undirgróđur, í beđ, í blómaengi, í grasflatir.
     
Reynsla   Ţrífst mjög vel, allt ađ 50 ára plöntur eđa eldri eru til í Lystigarđinum. Harđgerđ tegund, góđ til afskurđar.
     
Yrki og undirteg.   v. poeticus. Hjákróna disklaga. S-Frakkland, Ítalía v. verbanensis Herbert (N. verbanensis Herbert) Pugsley. Plantan fremur smá. Hjákróna bollalaga, 2 mm há, 8-9 mm í ţvermál, blóm 3,5-5 sm í ţvermál, blómhlífarblöđ greinilega broddydd. Ítalía v. hellenicus (Pugsley) Fernandes (N. hellenicus Pugsley) Hjákróna bollalaga, um 3 mm há, 1,2-1,4 sm í ţvermál, blóm 3,5-5 sm í ţvermál, blómhlífarblöđ snubbótt og broddydd. Grikkland v. recurvus (Haworth) Fernandes (N. recurvus Haworth) Blóm 5-7 sm í ţvermál. Hjákróna bollalaga, grćngul neđan viđ rauđan jađar. Sviss v. majalis (Curtis) Fernandes (N. majalis Curtis) Blóm 5-7 sm í ţvermál. Hjákróna međ rauđan jađar og hvítt belti rétt neđan hann. Frakkland.
     
Útbreiđsla  
     
Hvítasunnulilja
Hvítasunnulilja
Hvítasunnulilja
Hvítasunnulilja
Hvítasunnulilja
Hvítasunnulilja
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is