Þuríður Guðmundsdóttir - Rætur Ég geng um skrúðgarða borgar
og blómin horfa á mig
litríkum framandi augum
og ilmur þeirra er alltaf nýr
Í fjarska situr fölblá gleymmérei
á fötum lítils barns
Því blágresi, holtasóley og steinbrjótur
voru blóm bernsku minnar
Og rætur þeirra
verða alltaf mínar
|
Ættkvísl |
|
Myosotis |
|
|
|
Nafn |
|
scorpioides |
|
|
|
Höfundur |
|
L. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Engjamunablóm |
|
|
|
Ætt |
|
Munablómaætt (Boraginaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
M. palustris (L.) Hill., M. scorpioides L. ssp. palustris (L.) Hermann |
|
|
|
Lífsform |
|
Fjölær jurt. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól, hálfskuggi. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Skærblár.. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Maí-júlí. |
|
|
|
Hæð |
|
20-50 sm |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Fjölær jurt með skriðula jarðstöngla. Stönglar allt að 1 m, jarðlægir eða uppréttir, hárlausir eða með útsæð hár neðst. Neðstu laufin næstum legglaus, allt að 10 x 2 sm, aflöng til bandlensulaga með aðlæg hár einkum á efra borði, hár vita að oddi, oft með þornhár á neðra borði eða hárlaus. |
|
|
|
Lýsing |
|
Blómskipunin lengist mikið að blómgun lokinni, engin laufkennd stoðblöð. Aldinleggir 1-2 x lengri en aldinbikarinn, blómleggir allt að 6-10 mm við aldinþroskann. Bikar 1,5-4 mm við blómgun, allt að 6 mm þegar fræin hafa þroskast, með fáein aðlæg hár, flipar 1/2 - 2/3 af lengd bikarsins, stækka við aldinþroskann, þríhyrnd, langæ (haldast eftir aldinþroskann). Krónan skærblá með hvítt, gult eða bleikt auga, 5-10 mm í þvermál, flipar flatir, lítið eitt sýldir. Stíll lengri en bikarpípan og nær oft fram fyrir bikarflipann þegar fræið er fullþroskað. Smáhnetur 1,2-1.8 x 1-1,2 mm, egglaga, snubbótt, glansandi svört eða dökkbrún, hvert með mjóan hring. |
|
|
|
Heimkynni |
|
Evrópa, Asía, N Ameríka & Nýja-Sjáland. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Fremur rakur, meðalfrjór. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
5 |
|
|
|
Heimildir |
|
= 1,2 |
|
|
|
Fjölgun |
|
Skipting að vori eða hausti (stinga þarf utan úr því á hverju ári til að halda plöntunni í skefjum!), sáning að vori. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Við tjarnir og læki, sem undirgróður, í kanta, í breiður, í sumarbústaðaland. |
|
|
|
Reynsla |
|
Getur orðið að illgresi í görðum sé ekki fylgst reglulega með því og stungið utan úr þeim plöntum sem eru í garðinum. Vex sem slæðingur hérlendis á nokkrum stöðum. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|