Úr ljóðinu Barmahlíð eftir Jón Thoroddsen Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!
|
Ættkvísl |
|
Myosotis |
|
|
|
Nafn |
|
alpestris |
|
|
|
Höfundur |
|
F.W. Schmidt. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Bergmunablóm |
|
|
|
Ætt |
|
Munablómaætt (Boraginaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
M. sylvatica Hoffm. sp. alpestris (F.W.Schmidt) Grams, M. rupicola Smith. |
|
|
|
Lífsform |
|
Fjölær jurt, skammlíf. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Skærblár til djúpblár. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Maí-júní. |
|
|
|
Hæð |
|
10-25 sm |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Fjölær jurt, sem myndar hnaus eða brúsk, breiðir úr sér með stuttum jarðstönglum. Stönglar eru greinóttir eða ógreindir, 5-35 sm með gróf hár, stöku sinnum hárlausar neðst, útstæð eða aðlæg hár ofantil. Lauf græn, grunnlauf aflöng-lensulaga til spaðalaga, um 8 x 1,5 sm, legglaus eða með legg, leggir lítið eða þétt dúnhærðir, stundum hárlausir neðst.
|
|
|
|
Lýsing |
|
Blómleggir 1-2 mm, allt að 5 mm við aldinþroskann. Bikar 3-5 mm, stækkar oft í 7 mm við aldinþroskann, með þétt, aðlæg hár, stundum með krókbogin þornhár sem haldast. Krónan ilmandi, skær- til djúpblá með gult auga, 6-9 mm í þvermál. Krónupípan um 2 mm, flipar bogadregnir og útstæðir, ekki sýldir. Smáhnetur 2-2,5 x 1,4-1,7 mm, dökkbrúnar til svartar, egglaga til sporvala, snubbóttar, hver með hring nálægt toppinum og lítt þroskaðar hliðargrópir. |
|
|
|
Heimkynni |
|
Evrópa, n Ameríka. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Léttur, framræstur, magur. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
4 |
|
|
|
Heimildir |
|
= 1,2 |
|
|
|
Fjölgun |
|
Auðveldast er að fjölga bergmunablóminu með sáningu að vori. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Í steinhæðir, í kanta, í hleðslur. |
|
|
|
Reynsla |
|
Líkist garðmunablómi, en er lægra með stinnari blöð og styttri blómstilka (styttri en bikarinn sbr. hér að ofan). |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|