Úr ljóðinu Barmahlíð eftir Jón Thoroddsen
Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!
Myosotis alpestris
Ættkvísl   Myosotis
     
Nafn   alpestris
     
Höfundur   F.W. Schmidt.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Bergmunablóm
     
Ætt   Munablómaætt (Boraginaceae).
     
Samheiti   M. sylvatica Hoffm. sp. alpestris (F.W.Schmidt) Grams, M. rupicola Smith.
     
Lífsform   Fjölær jurt, skammlíf.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Skærblár til djúpblár.
     
Blómgunartími   Maí-júní.
     
Hæð   10-25 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Bergmunablóm
Vaxtarlag   Fjölær jurt, sem myndar hnaus eða brúsk, breiðir úr sér með stuttum jarðstönglum. Stönglar eru greinóttir eða ógreindir, 5-35 sm með gróf hár, stöku sinnum hárlausar neðst, útstæð eða aðlæg hár ofantil. Lauf græn, grunnlauf aflöng-lensulaga til spaðalaga, um 8 x 1,5 sm, legglaus eða með legg, leggir lítið eða þétt dúnhærðir, stundum hárlausir neðst.
     
Lýsing   Blómleggir 1-2 mm, allt að 5 mm við aldinþroskann. Bikar 3-5 mm, stækkar oft í 7 mm við aldinþroskann, með þétt, aðlæg hár, stundum með krókbogin þornhár sem haldast. Krónan ilmandi, skær- til djúpblá með gult auga, 6-9 mm í þvermál. Krónupípan um 2 mm, flipar bogadregnir og útstæðir, ekki sýldir. Smáhnetur 2-2,5 x 1,4-1,7 mm, dökkbrúnar til svartar, egglaga til sporvala, snubbóttar, hver með hring nálægt toppinum og lítt þroskaðar hliðargrópir.
     
Heimkynni   Evrópa, n Ameríka.
     
Jarðvegur   Léttur, framræstur, magur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   4
     
Heimildir   = 1,2
     
Fjölgun   Auðveldast er að fjölga bergmunablóminu með sáningu að vori.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, í kanta, í hleðslur.
     
Reynsla   Líkist garðmunablómi, en er lægra með stinnari blöð og styttri blómstilka (styttri en bikarinn sbr. hér að ofan).
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Bergmunablóm
Bergmunablóm
Bergmunablóm
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is