Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Meconopsis grandis
Ćttkvísl   Meconopsis
     
Nafn   grandis
     
Höfundur   Prain.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Fagurblásól
     
Ćtt   Draumsóleyjarćtt (Papaveraceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölćr jurt.
     
Kjörlendi   Sól eđa hálfskuggi.
     
Blómlitur   Purpura til djúpblár.
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst.
     
Hćđ   80-90 sm
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Fagurblásól
Vaxtarlag   Fjölćr jurt, allt ađ 120 sm há. Stönglar uppréttir, aftursveigđ ţornhár.
     
Lýsing   Grunnlauf og neđstu stöngullaufin allt ađ 30 sm, mjó öfuglensulaga til oddbaugótt-aflöng, óreglulega sagtennt, breiđ bogtennt, ţornhćrđ allstađar, hvassydd, mjókka ađ leggnum viđ grunninn, laufleggurinn allt ađ 17,5 sm. Blómin 3 eđa fleiri á axlastćđum blómleggjum sem eru allt ađ 45 sm lagir. Krónublöđ venjulega 4, oft allt ađ 9, hálfkringlótt eđa breiđ-egglaga, allt ađ 6 x 5,5 sm, purpura eđa djúpblá. Frjóhnappar gulir. Aldin mjó sporvala til aflöng, opnast međ 4-6 topplokum.
     
Heimkynni   Himalaja.
     
Jarđvegur   Međalfrjór, léttur, framrćstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Skipting, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í beđ međ fjölćrum jurtum, í blómaengi.
     
Reynsla   Harđgerđ planta og algeng í görđum. Hefur veriđ lengi í Lystigarđinum, ţrífst vel.
     
Yrki og undirteg.   'Alba' hvítt yrki. Blendingar blásólar og fagurblásólar eru nokkuđ algengir og ganga undir nafninu M. X sheldonii (flćkir máliđ enn).
     
Útbreiđsla  
     
Fagurblásól
Fagurblásól
Fagurblásól
Fagurblásól
Fagurblásól
Fagurblásól
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is