Snorri Hjartarson - Lyng

Gott er að leggjast í lyngið,
sjá lauf glóa, finna kvik
fjaðurmjúk atlot þess, fagna
í fegurð jarðar meðan rauð
og lág sólin lækkar
og lyngbreiðan er ilmgrænt haf
sem ber þig að hljóðri húmströnd
og hylur þig gleymsku.

Luzula maxima
Ættkvísl   Luzula
     
Nafn   maxima
     
Höfundur   (Rich.) DC.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Lundahæra
     
Ætt   Sefætt (Juncaceae).
     
Samheiti   Réttara: Luzula sylvatica (Huds.) Gaud.
     
Lífsform   Fjölær, grasleit tegund.
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi.
     
Blómlitur   Hvítur.
     
Blómgunartími   Júlí.
     
Hæð   50-80 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Lausþýfð, grasleit tegund, allt að 80 sm há, myndar háa brúska.
     
Lýsing   Grunnlauf allt að 30 x 2 sm, með rennu, með fá eða mörg silkihár. Blómskipunin útstæð með mörg blóm í 2-3 blóma hnoðum, smástoðblöð tannflipótt til kögruð. Blómhlífarblöð allt að 4 mm, brún, innri blómhlífarblöðin lengri en þau ytri, frjóhnappar allt að 6 x lengd frjóþráðanna. Hýði allt að 4,4 mm, blómhlífarblöð egglaga, fræ allt að 2 mm, gljáandi.
     
Heimkynni   S, V & M Evrópa.
     
Jarðvegur   Meðalfrjór, rakaheldinn.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Sáning, skipting.
     
Notkun/nytjar   Sem undirgróður, í beð, í blómaengi, við tjarnir og læki.
     
Reynsla   Harðgerð en lítt reynd hérlendis.
     
Yrki og undirteg.   'Aurea' - er með breið lauf, gullingul. 'Marginata' er með gulhvítar blaðrendur.
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is