Þuríður Guðmundsdóttir - Rætur
Ég geng um skrúðgarða borgar
og blómin horfa á mig
litríkum framandi augum
og ilmur þeirra er alltaf nýr

Í fjarska situr fölblá gleymmérei
á fötum lítils barns

Því blágresi, holtasóley og steinbrjótur
voru blóm bernsku minnar

Og rætur þeirra
verða alltaf mínar

Lonicera × bella
Ættkvísl   Lonicera
     
Nafn   × bella
     
Höfundur   Zab. before 1889
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Fagurtoppur
     
Ætt   Geitblaðsætt (Caprifoliaceae)
     
Samheiti   L. morrowii × L. tatarica
     
Lífsform   Lauffellandi runni, fremur stór
     
Kjörlendi   Sól-hálfskuggi
     
Blómlitur   Gulhvítur
     
Blómgunartími   Sumar
     
Hæð   3-4 (-6m)
     
Vaxtarhraði  
     
 
Fagurtoppur
Vaxtarlag   Runni sem er millistig milli foreldranna. Uppréttur, lauffellandi runni.
     
Lýsing   Lauf allt að 5 sm, egglaga, hvassydd, verða fljótt hárlaus. Blómin með rauðari blóm en foreldrarnir, seinna gul, tvö og tvö saman. Krónan 12,5 mm, með tvær varir. Berin rauð.
     
Heimkynni   Garðablendingur
     
Jarðvegur   Meðalfrjór, meðalrakur, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   4
     
Heimildir   1
     
Fjölgun   Vetrar- eða sumargræðlingar, sveiggræðsla.
     
Notkun/nytjar   Í blönduð beð, í kanta, í þyrpingar.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur undir þessu nafni, sem sáð var til 1989 og gróðursettar í beð 1992 og 1994. Þrífst vel, kelur lítið.
     
Yrki og undirteg.   'Chrysantha' Blómin gul. 'Dropmore' með drúpandi greinar, allt að 2 m hár,.blómin hvít, seinna gul, fjölmörg. 'Incarnata' Blómin rauð. 'Polyantha' Blómin rauðbleik, mörg.
     
Útbreiðsla  
     
Fagurtoppur
Fagurtoppur
Fagurtoppur
Fagurtoppur
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is