Hulda - Úr ljóðinu Sorg
Þar sem blóm í laufalautum
ljúfu máli saman tala,
sem að ást og angur skilja, ?
blágresi og burknar grannir,
brönugrös og músareyra,
ljósberi og lækjarstjarna,
litlar fjólur, æruprísar,
gullmura og gleym-mér-eigi, ?
vildi ég mega minnast þín.
Lonicera ledebourii
Ættkvísl   Lonicera
     
Nafn   ledebourii
     
Höfundur   Eschsch.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Glæsitoppur
     
Ætt   Geitblaðsætt (Caprifoliaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Runni
     
Kjörlendi   Sól-hálfskuggi
     
Blómlitur   Djúp appelsínugulur
     
Blómgunartími   Júní-júlí
     
Hæð   1.5-2m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Glæsitoppur
Vaxtarlag   Flottur, sterklegur, uppréttur runni, allt að 2 m á hæð. Ungir sprotar sterklegir, hárlausir, sjaldan dúnhærðir.
     
Lýsing   Lauf allt að 12 × 4,5 sm, egglaga-aflöng, odddregin eða bogadregin við grunninn, matt-dökkgræn ofan, ljósari og ullhærð neðan. Jaðrar dúnhærðir, laufleggur 6,5 mm langir, blómin djúpappelsínugul, allt að 2 sm. með 2-4 purpura menguð og kirtilhærð, hjartalaga stoðblöð. Blómleggir uppréttir, allt að 4 sm, krónan trektlaga, með límkennda dúnhæringu á ytra borði. Berin svört, umlukin langæjum, rauðum stoðblöðum.
     
Heimkynni   V Bandaríkin
     
Jarðvegur   Meðalfrjór, neðalrakur, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   1
     
Fjölgun   Vetrar- og sumargræðlingar, sáning, sveiggræðsla.
     
Notkun/nytjar   Í limgerði, klippt eða óklippt, í blönduð beð, í þyrpingar eða sem stakstæðir runnar.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur, sem sáð var til 1993 og gróðursettar í beð 2004. Þrífst vel, kelur lítið sem ekkert. Harðger og nokkuð saltþolinn.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Glæsitoppur
Glæsitoppur
Glæsitoppur
Glæsitoppur
Glæsitoppur
Glæsitoppur
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is