Ólafur Jóhann Sigurðsson - Á vordegi
Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.

Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.

Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.

Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.


Lilium maculatum
Ættkvísl   Lilium
     
Nafn   maculatum
     
Höfundur   Thunb.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Flekkulilja
     
Ætt   Liljuætt (Liliaceae).
     
Samheiti   Lilium x elegans
     
Lífsform   Fjölæringur og laukplanta.
     
Kjörlendi   Sólríkur vaxtarstaður (eða í hálfskugga).
     
Blómlitur   Gulur, appelsínulitur eða rauður.
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst.
     
Hæð   50-(100) sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Uppréttir, laufóttir stönglar.
     
Lýsing   Stönglar eru með stöngulrætur, 50(-100) sm háir, gáróttir. Laukar sammiðja, 4 sm breiðir, hreistur hvít, ekki samfest. Lauf 5-15×1,5 sm lensulaga til oddbaugótt, stakstæð, 3-7 tauga. Blóm 3-12, stór, í sveip. bollalaga, upprétt. Blómhlífarblöð 8-10 sm, gul, appelsínulit eða rauð, doppur breytilegar.
     
Heimkynni   Japan.
     
Jarðvegur   Frjór, framræstur, rakaheldinn.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   4
     
Heimildir   = 1, Jelitto, L and Wilhelm Schacht 1990 Hardy Herbaceous Perennials. I &II. – third ed. London.
     
Fjölgun   Með fræi, hliðarlaukum og laukhreistum.
     
Notkun/nytjar   Í trjáa- og runnabeð eða fjölæringabeð. Þrífst í ögn súrum jarðvegi. Vex frá sjávarmáli upp í 1000 m hæð í heimkynnum sínum.
     
Reynsla   Talin meðalharðgerð-harðgerð. Var sáð í Lystigarðinum 1993 og dó í reit 1996.
     
Yrki og undirteg.   Ýmis yrki eru til svo sem; 'Alice Wilson' sítrónugul með dökkrauðar dröfnur, 'Alutaceum' lágvaxin planta með apríkósulit blóm, 'Atrosanguineum' dökkrauð blóm með svartar dröfnur, 'Aureum' rauðgul blóm og svartdröfnótt, 'Mahogany' er með dökkrauðbrún eða brúnrauð blóm og fleiri.
     
Útbreiðsla   L. maculatum Thunb. er álitin af sumum vera L. dauricum Ker.-Gawl. x L. concolor Salisb.
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is