Ólafur Jóhann Sigurðsson - Á vordegi
Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.

Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.

Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.

Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.


Lilium pyrenaicum ssp. carniolicum
Ættkvísl   Lilium
     
Nafn   pyrenaicum
     
Höfundur   Gouan.
     
Ssp./var   ssp. carniolicum
     
Höfundur undirteg.   (Koch) V. Matthews.
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Fjallalilja
     
Ætt   Liljuætt (Liliaceae).
     
Samheiti   Réttara: Lilium carniolicum Bernh. ex W.D.J.Koch
     
Lífsform   Fjölæringur og laukplanta.
     
Kjörlendi   Sólríkur vaxtarstaður.
     
Blómlitur   Gulur, appelsínulitur eða rauður.
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst.
     
Hæð   50-90 (120) sm.
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Uppréttir, laufóttir stönglar.
     
Lýsing   Stönglar allt að 120 sm háir, grænir, stönglar mynda rætur. Laukar 7,5×6,5 sm hreistur egglensulaga, gulhvít. Lauf 3-11×0,4-1,7 sm, 3-0 tauga, dúnhærð á neðraborði. Blóm 6-12. Blómhlífarblöð 3-7 sm, gul, appelsínulit eða rauð, stundum með purpura doppur.
     
Heimkynni   SA Evrópa.
     
Jarðvegur   Magur, grýttur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   3
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Með fræjum.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir (fjallaplanta).
     
Reynsla   Er til í Grasagarði Reykjavíkur. Var sáð í Lystigarðinum, spíraði ekki.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is