Jón Helgason - úr ljóðinu Á Rauðsgili
Hugrökk teygist á háum legg
hvönnin fram yfir gljúfravegg,
dumbrauðu höfði um dægrin ljós
drúpir hin vota engjarós.


Lilium bulbiferum
Ættkvísl   Lilium
     
Nafn   bulbiferum
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Eldlilja
     
Ætt   Liljuætt (Liliaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölæringur og laukplanta.
     
Kjörlendi   Sólríkur vaxtarstaður (eða í hálfskugga).
     
Blómlitur   Skærappelsínulit með brúnrauðar doppur.
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst.
     
Hæð   40-15 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Eldlilja
Vaxtarlag   Uppréttir, laufóttir stönglar.
     
Lýsing   Stönglar 40-150 sm háir, gáróttir, grænir stöku sinnum með rauðar doppur, ullhærðir efst. Stönglar eru með stöngulrætur; grænir æxlilaukar eru í blaðöxlum. Laukar eru sammiðja, 9 sm breiðir, hreistur lensulaga, hvít. Lauf 10×2 sm, lensulaga, stakstæð, 3-7 tauga, Blóm allt að 5 stöku sinnum allt að 50, upprétt, bollalaga, blómhlífarblöð 6-8,5×2-3 sm, skær appelsínulit, grunnur og oddar dekkri á litinn, með brúnrauðar doppur á innra borði. Frjóhnappar brúnir, frjó appelsínulitt. Þrífst í vel framræstum jarðvegi.
     
Heimkynni   S-Evrópa.
     
Jarðvegur   Frjór, rakaheldinn, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   7
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Fræ, hliðarlaukar, laukhreistur
     
Notkun/nytjar   Í skrautblómabeð, trjábeð. Getur þurft uppbindingu.
     
Reynsla   Harðgerð jurt. Gömul planta í Lystigarðinum, frá því fyrir 1956 að öllum líkindum, blómstrar árlega og þrífst vel. Einnig er til önnur planta sem kom í Lystigarðinn 2011, úr garði á Akureyri, þrífst vel.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Eldlilja
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is