Snorri Hjartarson - Lyng

Gott er að leggjast í lyngið,
sjá lauf glóa, finna kvik
fjaðurmjúk atlot þess, fagna
í fegurð jarðar meðan rauð
og lág sólin lækkar
og lyngbreiðan er ilmgrænt haf
sem ber þig að hljóðri húmströnd
og hylur þig gleymsku.

Polygonum aviculare ssp. boreale
Ættkvísl   Polygonum
     
Nafn   aviculare
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var   ssp. boreale
     
Höfundur undirteg.   (Lange) Karlson
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Blóðarfi
     
Ætt   Súruætt (Polygonaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Einær jurt- illgresi.
     
Kjörlendi   Sól - hálfskuggi.
     
Blómlitur   Grænn, hvítur, bleikur.
     
Blómgunartími   Júní - október.
     
Hæð   6-50(-90) sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Blóðarfi
Vaxtarlag   Einær jurt með 1-7 stöngla, jarðlæga eða uppsveigða, greinist aðallega við grunninn, 6-50(-90 sm. Himnupípan 3,5-7 mm, neðsti hlutinn sívalur til treklaga, efsti hlutinn eyðist fljótt, næstum alveg sumargrænn, laufleggur 7-9 mm, blaðkan græn, hliðaæðar sýnilegar en ekki upphleyptar á neðra borði, öfugegglaga-spaðalaga eða öfuglensulaga, (12,5-)16-44(-55) x (4-)6-18(-22) mm, 2-4(-5,5) sinnum lengri en þau eru breið, snubbótt eða bogadregin. Stöngullauf (1,1-)1,3-2,5(-3) sinnum lengri en greinalaufin.
     
Lýsing   Blómskúfar jafnt dreifðir, sjaldan margir saman á stöngul- eða greinaendum, (3-)4-7 blóma. Blómleggir vaxa yfirleitt úr himnupípunni, 2-5 mm. Blómhlífin 3,3-5,5 mm, 1,6-2,8 sinnum lengri en hún er breið. Krónupípan 25-35(-39)% af lengd blómhlífarinnar, blómhlífarflipar skarast, grænir með hvítan eða bleikan jaðar, öfugegglaga, flatir eða bognir út á við á aldininu, ytri blómhlífarflipar ekki sekklaga við grunninn, æðarnar greinóttar, þykkar, fræflar 6-8. Hnetur umluktar blómhlífinni, dökkbrúnar, egglaga, 3-strendar, 82,5-92,7-4(-4,2) mm, fletirnir misstórir, íhvolfir, beinar í toppinn, gróf langrákótt-hnúskótt. Hnetur þroskast sjaldan seint á árinu.
     
Heimkynni   Grænland, Nýfundnaland, Labrador, NV Evrópa (Ísland).
     
Jarðvegur   Frjór, rakur, þolir seltu.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   = www.efloras.org/florataxon.aspx?flora-id=1&taxon-id=250060724, Flora of North America, www.pfaf.org/user.aspx?LatinName=Polygonum aviculare, https://en.wikipedia.org/wiki/Polygonum-aviculare
     
Fjölgun   Sáning.
     
Notkun/nytjar   Lækningajurt.
     
Reynsla   Blóðarfinn er algengt illgresi í matjurtagörðum, meðfram vegum, á bæjarhlöðum, finnst einnig í fjörum.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Blóðarfi
Blóðarfi
Blóðarfi
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is