Málsháttur
Eigi fellur tré við hið fyrsta högg.
Ligusticum mutellina
Ættkvísl   Ligusticum
     
Nafn   mutellina
     
Höfundur   (L.) Crantz.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Dalahvönn
     
Ætt   Sveipjurtaætt (Apiaceae).
     
Samheiti   Meum mutellinum (L.) Gaertner
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Rauður til purpura.
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst.
     
Hæð   -100-150 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Fjölær jurt, næstum hárlaus, verður allt að 50 sm há. Stönglar þétt þaktir trefjóttum laðleifum neðst. Lauf þríhyrnd að ummáli, 2 eða 3 fjaðurskipt, 5-10 sm. Flipar bandlensulaga, 3-5 mm.
     
Lýsing   Sveipir með 7-10 geisla. Stoðblöð og smáreifablöð engin eða allt að 3 talsins. Krónublöð rauð eða purpura. Aldin 4-6 mm, egglaga-aflöng.
     
Heimkynni   S & SA Evrópa.
     
Jarðvegur   Djúpur, meðalfrjór, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   = 1, 2
     
Fjölgun   Skipting að vori eða hausti, sáning að hausti.
     
Notkun/nytjar   Í skrautblómabeð, í þyrpingar.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 1998 og gróðursett í beð 2004, þrífst vel. Lítið ræktuð enn sem komið er hérlendis, harðgerð (H.Sig.).
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is