Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Penstemon strictiformis
Ćttkvísl   Penstemon
     
Nafn   strictiformis
     
Höfundur   Rydb.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Fellagríma*
     
Ćtt   Grímublómaćtt (Scrophulariaceae).
     
Samheiti   Penstemon strictus subsp. strictiformis (Rydb.) D. D. Keck
     
Lífsform   Fjölćr jurt eđa hálfrunni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Fölblár, gráfjólublár.
     
Blómgunartími   Júní- júlí.
     
Hćđ   20-50(70) sm
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Vaxtarlag   P. strictiformis er greindur frá bjöllugrímu (P. strictus) á skeggjuđum gervifrćflum, frjóhnapparnir eru minna hćrđir og plantan er ţéttvaxnari vegna stuttra liđa. -- Skammlífur fjölćringur, 20-55 sm hár, stönglar uppréttir eđa uppsveigđir, 1 eđa fáeinir greinast frá trékenndum stöngulstofni, laufiđ mjúkt. Laufin eru heilrend, grunnlauf og neđri stöngullauf 6-9 sm löng, mjó (öfug)lensulaga, mjókka ađ grunni, međ legg, efri stöngullauf 4-8 sm og 5-17 mm breiđ, lensulaga, legglaus. Stönglar hárlausir, grunnlauf gagnstćđ og međ lauflegg, 5-10 sm löng, öfuglensulaga, snubbótt, hárlaus, dálítiđ bláleit. Stöngullauf legglaus, lensulaga, langydd, 4-8 sm.
     
Lýsing   Blómskipunin klasi međ 4-8 krönsum, skúfurinn 3-5 blóma, sléttur, meira eđa minna einhliđa. Krónan 25-30 mm löng, útvíkkuđ, föl blá, gráfjólublá, slétt innan og utan, líka í góminn. Bikar 6-8 mm langur, bikarblöđ lensulaga, langydd eđa myndar stundum innsveigđa rófu í oddinn, jađrar ţunnir og trosnađir. Frjóhnappar eru 1,4-2 mm langir, opnast nćstum alla leiđ, en ekki nćst samgróningunum, hár á hliđunum, međ löng, flćkt hár sem er oft lengri en breidd frumunnar, op jađranna međ túttulaga tennur. Gervifrćfill útvíkkađir og oft baksveigđur í oddinn, sléttur til lítiđ hćrđur. Frjóir frćflar ná oft fram úr gininu.
     
Heimkynni   N Ameríka (Kólóradó).
     
Jarđvegur   Léttur, međalfrjór, framrćstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   = apsdev.org/identification/descriptions.php?whichspecies-name=strictiformis, www.thearb.org/plant-detail.php?Plant-ID=2242, www.tropicos.org/Name/29204332, www.wildflowersearch.com/search?&PlantName=Penstemon+strictiformis, flora.kadel.cz/g/kvCard.asp-Id=23823.htm
     
Fjölgun   Sáning, skipting, grćđlingar.
     
Notkun/nytjar   Í steinhćđir, í beđ međ fjölćrum jurtum.
     
Reynsla   Í Lystigarđinum er til ein planta undir ţessu nafni, sem sáđ var til 2010 og gróđursett í beđ 2011.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiđsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is