Páll Ólafsson, Ljóðið Vetrarkveðja
Margt er gott að muna þér
þó mér þú fyndist langur.
Farðu vel, þú færðir mér
fögnuð bæði og angur.

Þó að nísti frostið fast
og fölni grænir hagar
eftir þetta kuldakast
koma betri dagar.
Penstemon cardwelli
Ættkvísl   Penstemon
     
Nafn   cardwelli
     
Höfundur   T.J. Howell
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Breiðugríma
     
Ætt   Grímublómaætt (Scrophulariaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól-hálfskuggi.
     
Blómlitur   Skærpurpura.
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst.
     
Hæð   15-30 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Fjölær jurt sem myndar breiðan brúsk, 10-20 sm háan, stundum hærri, hárlaus neðantil. Lauf 1,5-4 x 0,7-1,4 sm, oddbaugótt, sagtennt, með strjálar, meira eða minna smáar tennur.
     
Lýsing   Blómskipunin klasi, með fá eða allmörg blóm, stinn, lítið eitt smá kirtildúnhærð. Bikar 8-12 mm, flipar lensulaga, yddir eða mjókka fram á við. Krónan 25-38 x 7 mm, skærpurpura, rif á neðan á krónunni langhrokkinhærð. Gervifræflar mjög grannir, hálf lengd frjóu fræflanna, gulloðnir.
     
Heimkynni   N Ameríka (Washington, Oregon).
     
Jarðvegur   Léttur, vel framræstur, meðalfrjór, meðalvökvun.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   8
     
Heimildir   = 1, davesgarden.com/guides/pf/go/54754#b
     
Fjölgun   Sáning, græðlingar.
     
Notkun/nytjar   Í fjölæringabeð, í kanta, í steinhæðir.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 1996 og gróðursett í beð 2009.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is