Þuríður Guðmundsdóttir - Rætur
Ég geng um skrúðgarða borgar
og blómin horfa á mig
litríkum framandi augum
og ilmur þeirra er alltaf nýr

Í fjarska situr fölblá gleymmérei
á fötum lítils barns

Því blágresi, holtasóley og steinbrjótur
voru blóm bernsku minnar

Og rætur þeirra
verða alltaf mínar

Hemerocallis thunbergii
Ættkvísl   Hemerocallis
     
Nafn   thunbergii
     
Höfundur   Barr.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Frostadaglilja
     
Ætt   Liljuætt (Liliaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær, hnýði.
     
Kjörlendi   Sól - hálfskuggi.
     
Blómlitur   Gulur.
     
Blómgunartími   Ágúst-september.
     
Hæð   60-90(-120) sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Kröftug planta og þétt í vextinum. Rætur grannar, sívalar, dálítið kjötkenndar og stundum stórar. Lauf 30-60 sm x 5-8 mm, sigðlaga, mjó, dökkgræn.
     
Lýsing   Blómstilkar uppréttir, stinnir, greinóttir ofantil. Blóm 3-5, 9-11 sm, ilma, stutt trektlaga, gul, í klasa, opnast að morgninum. Blónhlífartrekt allt að 3 sm, blómhlífarblöð mjó.
     
Heimkynni   Kína, Kórea.
     
Jarðvegur   Frjór, rakur moldarjarðvegur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   4
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Sáning, skipting.
     
Notkun/nytjar   Í skrautblómabeð, við tjarnir.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 2002 og gróðursett í beð 2005.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is