Ólafur Jóhann Sigurðsson - Á vordegi Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.
Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.
Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.
Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.
|
Ættkvísl |
|
Sisyrinchium |
|
|
|
Nafn |
|
striatum |
|
|
|
Höfundur |
|
Sm. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Geislaseymi |
|
|
|
Ætt |
|
Sverðliljuætt (Iridaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
S. graminifolium, S. iridifolium, S. lutescens, S. pachyrhizum, mistúlkun. |
|
|
|
Lífsform |
|
Fjölær jurt. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Föl gulgrænn. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Júlí-ágúst. |
|
|
|
Hæð |
|
- 75 sm |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Fjölær jurt með grannar trefjarætur. Stönglar allt að 75 sm háir, uppréttir, ógreindir, flatir og með mjóa vængi, grágrænir. Grunnlauf 8-10, band- til mjóbandlaga, 20-35 x 1,2 x 1,8 sm, grágræn. Stöngullauf 1-2, mjólensulaga með slíður neðst, allt að 30 x 1,5 sm. |
|
|
|
Lýsing |
|
Blóm föl grængul, legglaus, í blómaknippum hér og hvar á stönglinum, hvert knippi með 10-20 blóm, er umlukið egglaga, himnukenndu hulstur-stoðblaðapari. Blómleggir jafnlangir og stoðblöðin. Blómhlífarblöð 1,5 x 1,8 sm, öfulensulaga með greinilegar purpurabrúnar æðar. Frjóþræðir aðeins samvaxnir neðst. Aldinhýði hnöttótt um 6 mm í þvermál. |
|
|
|
Heimkynni |
|
Chile & Argentína. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Sendinn, leirkenndur, vel framræstur. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
8 |
|
|
|
Heimildir |
|
1, 2 |
|
|
|
Fjölgun |
|
Sáning, skipting. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Í steinhæðir, í fjölæringabeð. |
|
|
|
Reynsla |
|
Í Lystigarðinum er til ei n planta undir þesu nafni sem sáð var til 1983 og gróðursett í beð 1984. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|