Jón Helgason - Úr ljóðinu Áfangar
Séð hef ég skrautleg suðræn blóm
sólvermd í hlýjum garði;
áburð og ljós og aðra virkt
enginn til þeirra sparði;
mér var þó löngum meir í hug
melgrasskúfurinn harði,
runninn upp þar sem Kaldakvísl
kemur úr Vonarskarði.
Draba tomentosa
Ættkvísl   Draba
     
Nafn   tomentosa
     
Höfundur   Clairv.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Dúnvorblóm
     
Ætt   Krossblómaætt (Brassicaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Tvíær eða fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Hvítur - föl rjómalitur.
     
Blómgunartími   Júní-ágúst.
     
Hæð   3-10 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Tvíær eða fjölær jurt, þýfð. Öll plantan er þakin stjörnuhári. Lauf breytileg, um 1 sm, heilrend, mjó öfugegglaga-oddbaugótt, bogadregin í oddinn.
     
Lýsing   Blómstönglar uppréttir, allt að 10 sm háir. Stöngullauf 1-3 eða engin, breiðegglaga, legglaus. Blómskipun með 3-12 blóm. Bikarblöð um 2 mm, breiðegglaga, stutthærð. Krónublöðin hvít eða fölrjómalit, 4-4,5 mm. Skálpar 6-10 x 2,5-4 mm, breið oddbaugóttir, hærðir, nokkuð útflattir þegar þeir fullþroska. Stíll < 0,5 mm.
     
Heimkynni   M & S Evrópa.
     
Jarðvegur   Grýttur, sendinn, kalkríkur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   = 2, https://de.wikipedia.org/wuki/Filzig-Felsenblümchen
     
Fjölgun   Sáning.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, í hleðslur.
     
Reynsla   Dúnvorblóminu hefur verið sáð nokkrum sinnum í Lystigarðinum en er skammlíft.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is