Málsháttur
Eigi fellur tré við hið fyrsta högg.
Lewisia nevadensis
Ćttkvísl   Lewisia
     
Nafn   nevadensis
     
Höfundur   (A. Gray) Robinson.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Engjablađka
     
Ćtt   Grýtućtt (Portulacaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi fjölćringur.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Hvítur-bleikleitur.
     
Blómgunartími   Maí-ágúst.
     
Hćđ   - 15 sm
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Engjablađka
Vaxtarlag   Nćrri legglaus, lauffellandi fjölćringur, allt ađ 15 sm hár í blóma. Hálfupprétt laufin mynda gisna brúska. Laufin vaxa upp af stuttum stöngulstofni og keilulaga eđa nćstum hnöttóttri oft greinóttri, kjötkenndri stólparót.
     
Lýsing   Grunnlauf mjó-bandlaga eđa bandlaga-öfuglensulaga, 4-15 sm löng, 2-6 mm breiđ snubbótt eđa sljóydd, kjötkennd, venjulega lengri en blómskipunin. Blómskipunin allmargir, sterklegir, einblóma blómskipunarleggir, neđri hluti blómskipunarleggsins er neđanjarđar, en međ allt ađ 10 sm ofanjarđar, hálfuppréttir í fyrstu en verđa síđan láréttir eđa niđurstćđir međ aldrinum. Stođblöđ 2, grćn eđa himnukennd á jöđrunum, gagnstćđ, bandlensulaga, 6-18 mm löng, heilrend, ydd, samvaxin neđst, oft sveigđ inn á viđ og lykja ţar međ um blómlegginn. Blómleggir sterklegir, 1-4 sm langir. Blómin 2-3,5 sm í ţvermál. Bikarblöđ 2, breiđegglaga, 5-13 mm löng. Krónublöđ 5-10, hvít eđa sjaldan bleikleit, oddbaugótt eđa öfuglensulaga, 10-15(-20) mm löng, um 4 mm breiđ, bogadregin eđa broddydd, breytileg ađ stćrđ í sama blóminu. Frćflar 6-15 talsins. Stíll skiptist í 3-6 greinar. Hýđi egglaga, 5-10 mm löng. Frćin mörg nćstum hnöttótt, svört, um 1,3 mm löng, glansandi, göddótt.
     
Heimkynni   Washington til Nýju Mexikó, V Kólóradó, og líklega líka í Idaho, Wyoming, Utah og Arizona.
     
Jarđvegur   Međalrakur, sendinn, vel framrćstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   4
     
Heimildir   = 1, 22
     
Fjölgun   Skipting, sáning, ţroskar frć árlega.
     
Notkun/nytjar   Í steinhćđir, kanta á skrautblómabeđum.
     
Reynsla   Í Lystigarđinum eru til plöntur frá 1987, en líka yngri. Ţrífast vel, bera mikiđ af blómum og halda sér viđ međ sáningu, myndar breiđur. Harđgerđ planta, ţolir illa bleytu ađ vetri, ţarf gott frárennsli.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiđsla   AĐRAR UPPLÝSINGAR: Vaxtarstađir úti í náttúrunni eru rakir, sendnir eđa malarbornir, rakar grasbrekkur og engi nálćgt uppsprettum.
     
Engjablađka
Engjablađka
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is