Ólafur Jóhann Sigurðsson - Á vordegi
Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.

Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.

Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.

Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.


Lewisia nevadensis
Ættkvísl   Lewisia
     
Nafn   nevadensis
     
Höfundur   (A. Gray) Robinson.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Engjablaðka
     
Ætt   Grýtuætt (Portulacaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi fjölæringur.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Hvítur-bleikleitur.
     
Blómgunartími   Maí-ágúst.
     
Hæð   - 15 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Engjablaðka
Vaxtarlag   Nærri legglaus, lauffellandi fjölæringur, allt að 15 sm hár í blóma. Hálfupprétt laufin mynda gisna brúska. Laufin vaxa upp af stuttum stöngulstofni og keilulaga eða næstum hnöttóttri oft greinóttri, kjötkenndri stólparót.
     
Lýsing   Grunnlauf mjó-bandlaga eða bandlaga-öfuglensulaga, 4-15 sm löng, 2-6 mm breið snubbótt eða sljóydd, kjötkennd, venjulega lengri en blómskipunin. Blómskipunin allmargir, sterklegir, einblóma blómskipunarleggir, neðri hluti blómskipunarleggsins er neðanjarðar, en með allt að 10 sm ofanjarðar, hálfuppréttir í fyrstu en verða síðan láréttir eða niðurstæðir með aldrinum. Stoðblöð 2, græn eða himnukennd á jöðrunum, gagnstæð, bandlensulaga, 6-18 mm löng, heilrend, ydd, samvaxin neðst, oft sveigð inn á við og lykja þar með um blómlegginn. Blómleggir sterklegir, 1-4 sm langir. Blómin 2-3,5 sm í þvermál. Bikarblöð 2, breiðegglaga, 5-13 mm löng. Krónublöð 5-10, hvít eða sjaldan bleikleit, oddbaugótt eða öfuglensulaga, 10-15(-20) mm löng, um 4 mm breið, bogadregin eða broddydd, breytileg að stærð í sama blóminu. Fræflar 6-15 talsins. Stíll skiptist í 3-6 greinar. Hýði egglaga, 5-10 mm löng. Fræin mörg næstum hnöttótt, svört, um 1,3 mm löng, glansandi, göddótt.
     
Heimkynni   Washington til Nýju Mexikó, V Kólóradó, og líklega líka í Idaho, Wyoming, Utah og Arizona.
     
Jarðvegur   Meðalrakur, sendinn, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   4
     
Heimildir   = 1, 22
     
Fjölgun   Skipting, sáning, þroskar fræ árlega.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, kanta á skrautblómabeðum.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum eru til plöntur frá 1987, en líka yngri. Þrífast vel, bera mikið af blómum og halda sér við með sáningu, myndar breiður. Harðgerð planta, þolir illa bleytu að vetri, þarf gott frárennsli.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla   AÐRAR UPPLÝSINGAR: Vaxtarstaðir úti í náttúrunni eru rakir, sendnir eða malarbornir, rakar grasbrekkur og engi nálægt uppsprettum.
     
Engjablaðka
Engjablaðka
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is