Jón Thoroddsen - Barmahlíð

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Alnus viridis ssp. crispa
Ættkvísl   Alnus
     
Nafn   viridis
     
Höfundur   (Chaix) DC.
     
Ssp./var   ssp. crispa
     
Höfundur undirteg.   (Ait.) Turrill.
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Grænelri
     
Ætt   Bjarkarætt (Betulaceae)
     
Samheiti   Alnus crispa (Ait.) Pursh.
     
Lífsform   Runni - lítið tré
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Grænleitur
     
Blómgunartími   Vor
     
Hæð   1-3 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Grænelri
Vaxtarlag   Jarðlægur runni eða stöku sinnum allt að 3 m.
     
Lýsing   Lauf 3-8 sm, egglaga-breiðoddbaugótt, grunnur bogadreginn eða grunnhjartalaga. Blaðjaðrar með margar smáar sagtennur. Blöð dálítið límkennd í fyrstu, ilmandi, skærgræn. Æðastrengjapör 5-10. Kvenreklar með legg, 3-6 saman.
     
Heimkynni   Kanada, NA N Ameríka, S Grænland.
     
Jarðvegur   Magur, þungur, frekar rakur, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   2
     
Heimildir   1
     
Fjölgun   Sáning, sumargræðlingar.
     
Notkun/nytjar   Í þyrpingar, í raðir, í blönduð beð.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 2000 og gróðursett í beð 2004, þrífst vel. Stutt reynsla í garðinum enn sem komið er, en lofar góðu.
     
Yrki og undirteg.   Gríðarlegur nafnaruglingur hefur viðgengist og sem dæmi má nefna að eftirfarandi samheiti hafa verið í gangi hér og þar skv IOPI. Betula crispa Aiton Alnus crispa (Aiton) Pursh Alnus mitchelliana M.A.Curtis ex A.Gray Alnus mollis Fernald Alnus repens Wormsk. ex Hornem. Alnus undulata Willd. Betula alnus-crispa Steud. Betula crispa Aiton Alnus alnobetula var. crispa (Aiton) H.Winkl. Alnus alnobetula var. repens (Wormsk. ex Hornem.) H.Winkl. Alnus crispa var. elongata Raup Alnus crispa var. harricanensis Lepage Alnus crispa var. mollis (Fernald) Fernald Alnus ovata var. repens (Wormsk. ex Hornem.) Lange Alnus viridis var. crispa (Aiton) House Alnus viridis var. repens (Wormsk. ex Hornem.) Callier Betula alnus var. crispa (Aiton) Michx. Alnus crispa f. mollis (Fernald) Murai Alnus crispa f. stragula Fernald Alnus ovata f. macrophylla Lange Alnus ovata f. repens (Wormsk. ex Hornem.) Kjellm. Alnus viridis f. groenlandica Callier
     
Útbreiðsla  
     
Grænelri
Grænelri
Grænelri
Grænelri
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is