Málsháttur
Mjór er mikils vísir.
Lathyrus vernus
Ættkvísl   Lathyrus
     
Nafn   vernus
     
Höfundur   (L.) Bernh.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Vorertur
     
Ætt   Ertublómaætt (Fabaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Rauðfjólublár verður grænblár.
     
Blómgunartími   Júní.
     
Hæð   20-50 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vorertur
Vaxtarlag   Fjölær jurt sem myndar fallega blaðbrúska, allt að 60 sm háa, oftast lægri. Stönglar allmargir, uppréttir, hyrndir, ekki með væng.
     
Lýsing   Laufin enda í oddi, ekki gripþræðið. Axlablöð allt að 2,5 x 0,8 sm, egglaga-lensulaga, sjaldan bandlaga, hálf-örlaga. Smálauf allt að 10 x 3 sm, 2-4, egglaga til lensulaga, langydd, með ógreinilegar samsíða æðar. Klasar endastæðir eða axlastæðir, 3-15-blóma, allt að 25,5 sm. Bikar allt að 1 sm, hliðskakkur. Króna allt að 2 sm, rauðfjólublá í byrjun, verða grænblá. Aldin allt að 6 x 0,8 sm, brún, hárlaus með 8-14 fræ.
     
Heimkynni   Evrópa (ekki allra nyrst).
     
Jarðvegur   Léttur, framræstur, meðalfrjór.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   4
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Skipting eftir blómgun.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, í beð.
     
Reynsla   Harðgerð, þrífst vel í Lystigarðinum og víðar í görðum.
     
Yrki og undirteg.   Fjöldi yrkja er til í ræktun.
     
Útbreiðsla  
     
Vorertur
Vorertur
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is