Snorri Hjartarson - Lyng

Gott er að leggjast í lyngið,
sjá lauf glóa, finna kvik
fjaðurmjúk atlot þess, fagna
í fegurð jarðar meðan rauð
og lág sólin lækkar
og lyngbreiðan er ilmgrænt haf
sem ber þig að hljóðri húmströnd
og hylur þig gleymsku.

Alnus viridis ssp. viridis
Ættkvísl   Alnus
     
Nafn   viridis
     
Höfundur   (Chaix) DC.
     
Ssp./var   ssp. viridis
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Grænelri
     
Ætt   Bjarkarætt (Betulaceae)
     
Samheiti  
     
Lífsform   Runni
     
Kjörlendi   Sól
     
Blómlitur   Kvenreklar rauðbrúnir
     
Blómgunartími   Vor
     
Hæð   1-2.5 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Grænelri
Vaxtarlag   Uppréttur runni allt að 2,5 m á hæð, með allmarga uppétta stofna, greinar límkenndar, stöku sinnum dúnhærðar, þegar þær eru ungar, brum legglaus.
     
Lýsing   Lauf ögn fleyglaga, límkennd í fyrstu, jaðrar óreglulega sagtenntir, mattgræn ofan, gulleitari og meira glansandi á neðra borði hárlaus nema dúnhærð á æðastrengjum á neðra borði. Æðastrengjapör 5-10 laufleggir styttri en 1 sm langir. Karlreklar 5-7 sm, uppréttir í fyrstu, seinna hangandi, koma um leið og laufin. Kvenreklar 0,7-1,5 sm, egglaga, í klösum, 7-15 saman, gulbrúnir, köngulhreistur mörg, mjög smá.
     
Heimkynni   Evrópa (Fjöll)
     
Jarðvegur   Rakur, sendinn, magur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   4
     
Heimildir   1
     
Fjölgun   Sumargræðlingar, sáning.
     
Notkun/nytjar   Sem stakstæðir runnar, í skjólbelti, í þyrpingar, í uppgræðslu.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur sem sáð var til 2000 og gróðursettar í beð 2001, báðar þrífast vel. Grænelri er meðalharðgert - harðgert. Kelur töluvert, sérstaklega fyrstu árin í uppeldi.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Grænelri
Grænelri
Grænelri
Grænelri
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is