Sigfús Dađason - Vćngjasláttur
Akureyri
mjög skreytt
reynitrjám.

Sá sem gengi um bæinn
á septemberkvöldi:
dimmur skuggi innfjarðarins
fylgdi honum á aðra hönd hvar sem hann færi,
lifandi, kvikur!
Sálarspegill!

Heilagur lundur
rís í hæðir.
Og gangi maður í lundinn
er hann þar einn með sjálfum sér.

Það gustar um limið
og fuglarnir í björtum trjákrónunum
fælast skóhljóð einmanans
og hviðra með vængjaslætti
yfir höfði hans og úti í myrkrinu.

Og upp fyrir honum rennur þá: hvílík
sú dýrð sem einmananum hlotnast.Lamium galeobdolon
Ćttkvísl   Lamium
     
Nafn   galeobdolon
     
Höfundur   (L.) L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Gulltvítönn
     
Ćtt   Varablómaćtt (Lamiaceae).
     
Samheiti   Lamiastrum galeobdolon
     
Lífsform   Fjölćr jurt.
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi.
     
Blómlitur   Gulur eđa gulhvítur.
     
Blómgunartími   Júlí.
     
Hćđ   30-50 sm
     
Vaxtarhrađi   Vex mjög hratt.
     
 
Gulltvítönn
Vaxtarlag   Fjölćr jurt, allt ađ 60 sm. Stönglar uppréttir, stöku sinnum skriđulir, ferhyrndir, hvítdúnhćrđir á hornunum.
     
Lýsing   Lauf allt ađ 5,5 x 5 sm, egglaga eđa tígullaga til kringluleit, hvassydd, grunnur hjartalaga eđa ţverstýfđur, jađur tenntur eđa skörđóttur. Blómskipunin međ 6 kransa, hver međ 2-10 blóm um ţađ bil, stođblöđin laufkennd, allt ađ 5 x 2 sm. Bikar allt ađ 12 mm, Krónan allt ađ 2 sm, gul, međ brúnar flikrur, pípan flöt, hringur innan í henni dúnhćrđur. Aldin allt ađ 3 x 2 mm, öfugegglaga, ţverstýfđ í toppinn.
     
Heimkynni   Evrópa , V Asía.
     
Jarđvegur   Léttur, sendinn, ófrjór, fremur ţurr.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Skipting, sáning.
     
Notkun/nytjar   Sem villtur undirgróđur eđa ţekja, í blómaengi, í sumarbústađaland. Ţrífst vel í Lystigarđinum.
     
Reynsla   Yrkin hentugri sem garđplöntur, ţar sem ţau breiđast ekki alveg eins hratt út.
     
Yrki og undirteg.   'Variegatum' er međ silfurflekkótt blöđ og 'Florentinum'er međ silfurflekkótt blöđ og rauđleitar ćđar í blöđunum, 'Silver Angel' er međ silfruđ blöđ, 'Hermanns Pride' og fleiri mćtti nefna.
     
Útbreiđsla  
     
Gulltvítönn
Gulltvítönn
Gulltvítönn
Gulltvítönn
Gulltvítönn
Gulltvítönn
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is