Hulda - Úr ljóðinu Sorg Þar sem blóm í laufalautum
ljúfu máli saman tala,
sem að ást og angur skilja, ?
blágresi og burknar grannir,
brönugrös og músareyra,
ljósberi og lækjarstjarna,
litlar fjólur, æruprísar,
gullmura og gleym-mér-eigi, ?
vildi ég mega minnast þín.
|
Ættkvísl |
|
Laburnum |
|
|
|
Nafn |
|
alpinum |
|
|
|
Höfundur |
|
(Mill.) Bercht. & Presl. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Fjallagullregn |
|
|
|
Ætt |
|
Ertublómaætt (Fabaceae) |
|
|
|
Samheiti |
|
Cytisus alpinus. |
|
|
|
Lífsform |
|
Sumargrænt tré. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól (hálfskuggi). |
|
|
|
Blómlitur |
|
Skærgulur. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Júní-júlí. |
|
|
|
Hæð |
|
6-8 m |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Lauffellandi tré allt að 8 m hátt eða hærra. Greinar hárlausar, grænar. |
|
|
|
Lýsing |
|
Smálauf allt að 8 sm, oddbaugótt, fölgræn neðan. Blómskipunin allt að 35 sm löng eða lengri, þéttari en blómskipunin hjá strandgullregni (L. anagyroides). Blómleggur jafnlangur blóminu. Blómin 1,5 sm eða meir, krónan skærgul. Aldin allt að 5 sm, aflöng, hárlaus, annar jaðarinn þykknaður, fræin brún. Blómin eru tvíkynja (eru bæði með karl- og kvenlíffæri) og eru frævuð af skordýrum.
|
|
|
|
Heimkynni |
|
M & S Evrópa, hefur numið land á Bretlandseyjum. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Léttur, sendinn, meðaleirkenndur jarðvegur, helst vel framræstur, en getur vaxið í þungum og mögrum, þurr eða rakur. Sýrustig skiptir ekki máli. Getur þolað hvassviðri en ekki seltu af hafi. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
5 |
|
|
|
Heimildir |
|
1, http://www.pfaf.org |
|
|
|
Fjölgun |
|
Sumargræðlingar, sáning, sveiggræðsla að hausti.
|
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Í beð, sem stakstætt tré, ef til vill í þyrpingar eða raðir.
Þessi tegund lifir í samlifi með vissum jarðvegsgerlum. Gerlarnir mynda hnýði á rótum plöntunnar og nema nítur út andrúmsloftinu. Sumt af nítrinu notar plantan sjálf, annað nýtist plöntum sem vaxa í nágrenninu.
Plantan öll eitruð, sérstaklega aldin og það svo að ráðlegt er að fjarlægja blómskipun eftir blómgun. Þolir illa köfnunarefnisríkan áburð. Þarf að binda upp á unga aldri meðan plantan er "tamin". Greinaenda kelur oft, sérstaklega á unga aldri og þarf að velja trénu skjólsaman og bjartan stað. |
|
|
|
Reynsla |
|
|
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
Allir hlutar plöntunnar eru eitraðir, einkum þó fræin. |
|
|
|
|
|