Hulda - Úr ljóðinu Sorg
Þar sem blóm í laufalautum
ljúfu máli saman tala,
sem að ást og angur skilja, ?
blágresi og burknar grannir,
brönugrös og músareyra,
ljósberi og lækjarstjarna,
litlar fjólur, æruprísar,
gullmura og gleym-mér-eigi, ?
vildi ég mega minnast þín.
Laburnum alpinum
Ættkvísl   Laburnum
     
Nafn   alpinum
     
Höfundur   (Mill.) Bercht. & Presl.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Fjallagullregn
     
Ætt   Ertublómaætt (Fabaceae)
     
Samheiti   Cytisus alpinus.
     
Lífsform   Sumargrænt tré.
     
Kjörlendi   Sól (hálfskuggi).
     
Blómlitur   Skærgulur.
     
Blómgunartími   Júní-júlí.
     
Hæð   6-8 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Fjallagullregn
Vaxtarlag   Lauffellandi tré allt að 8 m hátt eða hærra. Greinar hárlausar, grænar.
     
Lýsing   Smálauf allt að 8 sm, oddbaugótt, fölgræn neðan. Blómskipunin allt að 35 sm löng eða lengri, þéttari en blómskipunin hjá strandgullregni (L. anagyroides). Blómleggur jafnlangur blóminu. Blómin 1,5 sm eða meir, krónan skærgul. Aldin allt að 5 sm, aflöng, hárlaus, annar jaðarinn þykknaður, fræin brún. Blómin eru tvíkynja (eru bæði með karl- og kvenlíffæri) og eru frævuð af skordýrum.
     
Heimkynni   M & S Evrópa, hefur numið land á Bretlandseyjum.
     
Jarðvegur   Léttur, sendinn, meðaleirkenndur jarðvegur, helst vel framræstur, en getur vaxið í þungum og mögrum, þurr eða rakur. Sýrustig skiptir ekki máli. Getur þolað hvassviðri en ekki seltu af hafi.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   1, http://www.pfaf.org
     
Fjölgun   Sumargræðlingar, sáning, sveiggræðsla að hausti.
     
Notkun/nytjar   Í beð, sem stakstætt tré, ef til vill í þyrpingar eða raðir. Þessi tegund lifir í samlifi með vissum jarðvegsgerlum. Gerlarnir mynda hnýði á rótum plöntunnar og nema nítur út andrúmsloftinu. Sumt af nítrinu notar plantan sjálf, annað nýtist plöntum sem vaxa í nágrenninu. Plantan öll eitruð, sérstaklega aldin og það svo að ráðlegt er að fjarlægja blómskipun eftir blómgun. Þolir illa köfnunarefnisríkan áburð. Þarf að binda upp á unga aldri meðan plantan er "tamin". Greinaenda kelur oft, sérstaklega á unga aldri og þarf að velja trénu skjólsaman og bjartan stað.
     
Reynsla  
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla   Allir hlutar plöntunnar eru eitraðir, einkum þó fræin.
     
Fjallagullregn
Fjallagullregn
Fjallagullregn
Fjallagullregn
Fjallagullregn
Fjallagullregn
Fjallagullregn
Fjallagullregn
Fjallagullregn
Fjallagullregn
Fjallagullregn
Fjallagullregn
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is