Halldór Kiljan Laxness , Bráðum kemur betri tíð.
Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga,
sæta langa sumardaga.

Juniperus communis
Ættkvísl   Juniperus
     
Nafn   communis
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Einir
     
Ætt   Sýprisætt (Cupressaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Sígrænn runni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Karlblóm gulleit.
     
Blómgunartími   Apríl-júní.
     
Hæð   0,5-1,5 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Yfirleitt margstofna runni hérlendis en getur orðið tré, allt að 15 m hátt erlendis.
     
Lýsing   Mjög breytileg tegund í útliti. Börkur sléttur í fyrstu, trosnar seinna, grábrúnn. Ársprotar 3-kantaðir, með langsum listum. Barr nállaga, 3-15 mm löng og 1-2 mm breið, bein, yfirleitt grágræn að ofan með grunna rennu og með breiða hvíta rák, jaðrar grænir. Yfirleitt tvíbýlis blóm. Aldin verða fullþroska á 2. eða 3. ári, kúlulaga til næstum egglaga græn á 1. ári og að lokum hvítblá, döggvuð. Fullþroska eru þau svört og 6-9 mm í þvermál, leggstutt, fræ allt að 3, laus hvert frá öðru.
     
Heimkynni   Evrópa, N Asía til N Kína, N Afríka, N Ameríka.
     
Jarðvegur   Sendinn, léttur, vel framræstur, fremur magur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   3
     
Heimildir   1,7
     
Fjölgun   Sumargræðlingar, sáning, haustgræðlingar.
     
Notkun/nytjar   Í þyrpingar, í steinhæð, sem stakstæður runni.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum eru til nokkrar plöntur sem ræktaðar hafa verið upp af erlendu fræi. Sáð var til þeirra 1986, 1992, 1993, 1997, 2007. Margar þeirra eru mjög fallegar, þótt þær sólbrenni stundum að vorinu. Þrífast vel og þroskar fræ. Einir er harðgerður og algengur um allt Ísland. Skýla þarf plöntum í uppeldi og á erfiðum stöðum.
     
Yrki og undirteg.   Fjölmörg yrki í ræktun t.d. 'Oskeladden' norsk sort með bláleitt barr ofl.
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is