Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Helleborus niger
Ćttkvísl   Helleborus
     
Nafn   niger
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Jólarós
     
Ćtt   Sóleyjarćtt (Ranunculaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Sígrćn, fjölćr jurt.
     
Kjörlendi   Hálfskuggi (sól).
     
Blómlitur   Hvítur.
     
Blómgunartími   Vetur-vor.
     
Hćđ   20-30 sm
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Jólarós
Vaxtarlag   Hárlaus fjölćringur allt ađ 30 sm hár, oftast 15-30 sm, jarđstöngull gildur, rćtur svartar. Laufin grunnlauf sem lifa veturinn af, leđurkennd, dökkgrćn, fingruđ, flipar 7-9, aflangir eđa öfuglensulaga, allt ađ 20 x 7 sm, ydd eđa subbótt, jađrar tenntir efst, blađleggir grćnir eđa međ purpuralita bletti, allt ađ 25 sm langir.
     
Lýsing   Blómin stök eđa 2-3 saman, blómskipunarleggur sterklegur, styttri en eđa jafnlangur og laufin, blómin hvít, međ grćna slikju í miđjunni, fá bleika eđa purpuralita slikju međ aldrinum, verđa appelsínulit-purpura ţegar ţau sölna, allt ađ 8 sm í ţvermál. Blómhlífarblöđ mismunandi í laginu, breiđegglaga eđa oddbaugótt eđa nćstum kringlótt. Hunangskirtlar 12-20, međ legg, sveigđir-pípulaga, grćnir. Frćflar allt ađ 2 mm, frćvur 5-8, samvaxnar neđst. Frćhýđi allt ađ 2,5 sm, frćin brún međ áberandi, ljóst olíukorn.
     
Heimkynni   M Evrópa (Alpafjöll).
     
Jarđvegur   Frjór, mildinn.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   3
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Skipting, sáning.
     
Notkun/nytjar   Sem undirgróđur, í fjölćringabeđ, í kanta á trjá- eđa runnabeđum.
     
Reynsla   Í Lystigarđinum er til 1 planta sem sáđ var til 1992 og gróđursett í beđ 1995, ţrífst vel. Auk ţess eru til tvćr plöntur sem komu í Lystigarđinn 2003 og voru gróđursettar í beđ 2004. Báđar lifa góđu lífi í Lystigarđinum, vaxa og blómstra (2014).
     
Yrki og undirteg.   Mikill fjöldi yrkja í rćktun erlendis sem vert vćri ađ reyna hér.
     
Útbreiđsla  
     
Jólarós
Jólarós
Jólarós
Jólarós
Jólarós
Jólarós
Jólarós
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is