Ólafur Jóhann Sigurđsson - Á vordegi
Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.

Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.

Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.

Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.


Helenium hoopesii
Ćttkvísl   Helenium
     
Nafn   hoopesii
     
Höfundur   A. Gray.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Sumarmáni
     
Ćtt   Körfublómaćtt (Asteraceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölćr jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Dökkgulur.
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst.
     
Hćđ   40-90 sm
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Sumarmáni
Vaxtarlag   Fjölćr jurt, allt ađ 100 sm há, stönglar fáir eđa allmargir, greinóttir ofantil, rákóttir, langhćrđir til lóhćrđir, verđur nćstum hárlaus međ aldrinum.
     
Lýsing   Lauf allt ađ 30 x 7 sm, heilrend, grunnlauf mjó- til breiđ öfuglensulaga, mjókka ađ grunni, breiđ-greipfćtt, stöngullauf lensulaga. Körfur 3-8, í strjálum hálfsveip, allt ađ 8 sm í ţvermál, reifar hnöttóttar, geislablóm 13-21, appelsínugul, lítiđ eitt baksveigđ. Aldin međ ţétt, drapplit hár, sveifhárahreistur breiđlensulaga.
     
Heimkynni   Klettafjöll til Óregon, Kalifornía.
     
Jarđvegur   Djúpur, frjór, rakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   3
     
Heimildir   1
     
Fjölgun   Skipting, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í beđ međ fjölćrum jurtum.
     
Reynsla   Harđgerđ-međalharđgerđ jurt. Ţrífst nokkuđ vel norđanlands en mjög vel í Reykjavík.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiđsla  
     
Sumarmáni
Sumarmáni
Sumarmáni
Sumarmáni
Sumarmáni
Sumarmáni
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is