Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Hedysarum austrosibiricum
Ćttkvísl   Hedysarum
     
Nafn   austrosibiricum
     
Höfundur   B. Fedsch.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Purpuralykkja
     
Ćtt   Ertublómaćtt (Fabaceae).
     
Samheiti   H. hedysaroides (L.) Schinz et Thell. subsp. austrosibiricum (B.Fedtsch.) Jurtzev
     
Lífsform   Fjölćr jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Lilla, fjólublá-lilla.
     
Blómgunartími   Júní-júlí.
     
Hćđ   20-40 sm
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Purpuralykkja
Vaxtarlag   Fjölćr jurt. Rćtur sverar, vaxa í djúpum jarđvegi.
     
Lýsing   Stönglar eru allmargir sem vaxa upp frá rótarhnausnum, 20-40 sm háir, hárlausir eđa stundum međ ađlćg hár. Axlablöđ samvaxin viđ stöngulgrunninn. Smálauf 4-9 pör, aflöng-oddbaugótt, 1,5-2,5 sm löng, 0,7-1,0 sm breiđ, hárlaus ofan, lítiđ eitt dúnhćrđ á neđra borđi á miđtauginni og jöđrunum. Blómin lilla, fjólublá-lilla, 15-30 blóm í ţéttum 3-7 sm löngum klasa, lengist ţegar aldinin ţroskast í 10-15 sm. Stođblöđ lensulaga, gul-brún, nćstum jafn löng og bikartennurnar. Bikar 4-6 mm langur, hárlaus, stundum dúnhćrđur, stutt-bjöllulaga. Tennurnar lensulaga, nćstum jafnlangir og pípan. Eggleg hárlaust. Belghlutar 3-6, netćđótt, kringlótt-egglaga eđa aflangir, međ breiđan jađar á köntunum, hárlaus, stundum myndast ekki samandregnu hlutarnir milli hlutanna, ţá mynda 2-3 hlutar eitt langt hólf. Plantan víxlfrjóvgast.
     
Heimkynni   Endemísk í fjöllum í suđur Síberíu og Altai.
     
Jarđvegur   Léttur, framrćstur, lífefnaríkur
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   www.agroatlas.ru/en/content/related/Hedysarum_austrosibirium/
     
Fjölgun   Skipting, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í steinhćđir, í skrautblómabeđ.
     
Reynsla   Hargerđ, afar skrautleg tegund sérstaklega, ţegar hún stendur í blóma.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiđsla  
     
Purpuralykkja
Purpuralykkja
Purpuralykkja
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is