Ólafur Jóhann Sigurđsson - Á vordegi
Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.

Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.

Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.

Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.


Pimpinella major
Ćttkvísl   Pimpinella
     
Nafn   major
     
Höfundur   (L.) Hudson
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Viskurót
     
Ćtt   Sveipjurtaćtt (Apiaceae).
     
Samheiti   P. magna L.
     
Lífsform   Fjölćr jurt.
     
Kjörlendi   Sól - hálfskuggi.
     
Blómlitur   Hvítur til bleikur.
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst.
     
Hćđ   - 100 sm
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Vaxtarlag   Fjölćr jurt, allt ađ 100 sm há, hárlaus eđa sjaldan hćrđ. Jarđstönglar oftast međ blómlausar blađhvirfingar á blómgunartímanum. Engar áberandi rytjur blađleifa neđst. Stönglar međ djúpar gárur, holir. Grunnlauf oftast 1-fjađurskipt, sjaldan allt ađ 3-fjađurskipt međ 3-9 egglaga-aflanga flipa. Efri laufin međ dálítiđ uppblásna slíđurlíka leggi.
     
Lýsing   Sveipir međ 10-15 geisla. Krónublöđin hvít eđa bleik. Aldin 2,5-3,5 mm, egglaga-aflöng, hryggir áberandi, ljósir, mjóir.
     
Heimkynni   Evrópa.
     
Jarđvegur   Međalfrjór, léttur, vel framrćstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   = 1, 2
     
Fjölgun   Skipting, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í fjölćringabeđ.
     
Reynsla   Í Lystigarđinum er til ein planta sem sáđ var til 2000 og gróđursett í eđ 2004, ţrífst vel.
     
Yrki og undirteg.   'Rosea' er međ mikiđ skipt lauf og ljósbleik blóm.
     
Útbreiđsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is