Snorri Hjartarson - Lyng

Gott er að leggjast í lyngið,
sjá lauf glóa, finna kvik
fjaðurmjúk atlot þess, fagna
í fegurð jarðar meðan rauð
og lág sólin lækkar
og lyngbreiðan er ilmgrænt haf
sem ber þig að hljóðri húmströnd
og hylur þig gleymsku.

Aciphylla colensoi
Ættkvísl   Aciphylla
     
Nafn   colensoi
     
Höfundur   J.D.Hooker.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Rákahyrna*
     
Ætt   Sveipjurtaætt (Apiaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt, sígræn
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Gulgrænn.
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst.
     
Hæð   - 100-250 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Blómstöngull allt að 100 sm hár. Blaðhvirfing allt að 100 sm í þvermál. Plönturnar ery ýmist, karlkyns eða kvenkyns.
     
Lýsing   Lauf stíf-sverðlaga eða fjaðurskipt, bláleit, slíður 6 x 3 sm. Smálauf í 4 eða fleiri pörum, allt að 20 x 1,2 sm, minna á sverð, græn með appelsínurauðum miðstrengjum, jaðar með tennur sem vita fram á við, laufleggur með vængi, allt að 10 sm langur. Axlablöð allt að 7 sm x 4 mm, mjókka fram á við og minna á rýting. Blóm gulgræn í mjóum, sívölum öxum allt að 250 sm í blóma. Karlblómin meira gisblóma en kvenöxin, stoðblöð við neðri blómleggi rákótt, stingandi.
     
Heimkynni   Nýja Sjáland.
     
Jarðvegur   Frjór, rakur, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   = 1, 2, www.pfaf.org/user/Plant.aspx?LatinName=Aciphylla+colensoi
     
Fjölgun   Sáning.
     
Notkun/nytjar   Í fjölæringabeð, í kanta trjá- og runnabeða.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til (2015) ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 2002 og gróðursett í beð 2005. Plantan deyr að blómgun lokinni (monocarpic).
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is