Í morgunsárið - Ragna Sigurðardóttir
Í morgunsárið greiðir hún sér með trékambi. Hægt með föstum
strokum. Vöxturinn er svo mikill að hana kitlar í svörðinn. Hún
strýkur hendinni yfir gróðurinn. Finnur blóm springa út undir
fingurgómunum. Sóleyjar og baldursbrár. Hún leggur kambinn frá
sér. Fer út í garðinn og krýpur. Kippir upp kartöflugrösum. Rótar og
grefur með berum höndum. Djúpt ofan í moldinni finnur hún sætar og
safaríkar appelsínur.
Cotoneaster lucidus
Ættkvísl   Cotoneaster
     
Nafn   lucidus
     
Höfundur   Schlhl.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Glansmispill (Gljámispill)
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Runni
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi
     
Blómlitur   Bleikhvítur
     
Blómgunartími   Júní-júlí
     
Hæð   1,5 - 2 m (-3 m)
     
Vaxtarhraði  
     
 
Glansmispill (Gljámispill)
Vaxtarlag   Lauffellandi runni, allt að 3 m hár í heimkynnum sínum. Þéttgreindur, uppréttur, dálítið útsveigðar greinar, ungar greinar ullhærðar. Brum án brumhlífarblaða.
     
Lýsing   Lauf stakstæð, allt að 7 sm, egglaga-oddbaugótt, ydd, glansandi græn og hárlaus ofan. Blómin bleikhvít, 5-15 í knippi, fræflar 15-20. Aldin allt að 1 sm, egglaga, glansandi, svört, kjarnar/fræ 2-3. Rauðir og gulir, fallegir haustlitir og svört aldin sem hanga á runnanum fram á vetur.
     
Heimkynni   Altaífjöll, Russia (Siberia) and Mongolia
     
Jarðvegur   Léttur, meðalrakur, vel framræstur
     
Sjúkdómar  
     
Harka   z3
     
Heimildir   1, http://www.missouribotssnicalgarden.org
     
Fjölgun   Sumargræðlingar, haustsáning og ef til vill vetrar- eða síðsumargræðlingar.
     
Notkun/nytjar   Klippt eða óklippt limgerði, í blönduð beð, í þyrpingar.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum eru til gamlar plöntur sem og tvær sem sáð var til 1987 og gróðursettar í beð 1993 og 1994, og ein sem sáð var til 1990 og gróðursett í beð 1992. Hefur verið lengi í ræktun. Harðgerður og vindþolinn(k:0-0,5 yfirleitt). Á það til að drepast úr sveppasjúkdómi (rauðátu) ef hann er klipptur mjög mikið. Sveppgróin berast með óhreinum verkfærum.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Glansmispill (Gljámispill)
Glansmispill (Gljámispill)
Glansmispill (Gljámispill)
Glansmispill (Gljámispill)
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is