Ólafur Jóhann Sigurđsson - Á vordegi
Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.

Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.

Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.

Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.


Geranium farreri
Ćttkvísl   Geranium
     
Nafn   farreri
     
Höfundur   Stapf.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Kínablágresi
     
Ćtt   Blágresisćtt (Geraniaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölćr jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Ljós bleik-blápurpura.
     
Blómgunartími   Júní.
     
Hćđ   -12 sm
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Kínablágresi
Vaxtarlag   Dvergvaxin fjölćr fjallajurt, allt ađ 12 sm há. Jarđstönglar litlir, stólparótin skiptir sér og myndar nýjar plöntur.
     
Lýsing   Stönglar dálítiđ útafliggjandi eđa uppréttir, laufleggir og jađrar laufa rauđir. Grunnlauf 5 sm breiđ, útlínur kringlóttar eđa nýrlaga, djýp skipt í 7 flipa, ţrísepótta í oddinn, sepaoddar snubbóttir til hvassyddir, jađrar lítiđ eitt hvasstenntir, stöngullauf minni, mjókka ofan viđ miđju, öll laufin í um sömu hćđ ţar sem efri laufleggirnir eru styttri en hinir. Blómin 35 mm í ţvermál, blómskipunarleggir 4 sm, blómleggir 22 mm. Bikarblöđ 9 mm, oddur allt ađ 1 mm. Krónublöđ 15x15 mm kringlótt, ljós bleik-blápurpura, jađrar bylgjađir. Frjóţrćđir 11 mm, hárlausir. Frjóhnappar blá-svartir. Frćni 1,5 mm, bleikt. Ung aldin lárétt á niđurstćđum blómleggjum, trjóna 23 mm. Frćjim slöngvađ burt.
     
Heimkynni   V Kína (Gansu).
     
Jarđvegur   Léttur, grýttur, magur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   4
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Skipting ađ vori, sáning (sáir sér nokkuđ sjálf).
     
Notkun/nytjar   Í steinhćđir, í beđ (á skýlda stađi).
     
Reynsla   Međalharđgerđ, gullfalleg tegund, en oft fremur skammlíf. Myndirnar teknar í Grasagarđi Reykjavíkur.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiđsla  
     
Kínablágresi
Kínablágresi
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is