Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Geranium erianthum
Ćttkvísl   Geranium
     
Nafn   erianthum
     
Höfundur   DC.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Frerablágresi
     
Ćtt   Blágresisćtt (Geraniaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölćr jurt.
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi.
     
Blómlitur   Föl til dökk bláfjólublár.
     
Blómgunartími   Júní-júlí.
     
Hćđ   30-50 sm
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Frerablágresi
Vaxtarlag   Fjölćr jurt, allt ađ 50 sm há, jarđstönglar ţéttir. Stönglar međ ađlćg kirtlalaus hár neđantil.
     
Lýsing   Laufin fá haustliti, grunnlauf 5-20 sm breiđ, 7 eđa 9 djúpskipt, flipar hvassyddir og tennir. Efri laufinum međ 5 eđa 7 mjórri flipa, ćđastrengir hćrđir neđan. Neđri laufin međ legg, ţau efri legglaus. Blómskipunin ţétt, sveiplík, blómin flöt (ekki álút), 25 mm í ţvermál. Bikarblöđ allt ađ 16 mm eđa meir, nćstum ţríhyrnd, föl- til dökk-blá fjólublá, ćđar dökkar báđu megin viđ grunninn. Krónublöđ 7-10 mm, frjóţrćđir svarfjólubláir, grunnur hvítur. Frjóhnappar djúp purpura, trjóna allt ađ 28 mm, stílar 7 mm. Frćjum slöngvađ/varpađ burt.
     
Heimkynni   Alaska, Kanada, Síbería, Japan
     
Jarđvegur   Léttur, frjór, framrćstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   3
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Skipting ađ vori eđa hausti.
     
Notkun/nytjar   Í beđ, í steinhćđir, sem undirgróđur.
     
Reynsla   Harđgerđ jurt, blómviljug og auđrćktuđ tegund (H. Sig.)
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiđsla  
     
Frerablágresi
Frerablágresi
Frerablágresi
Frerablágresi
Frerablágresi
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is